

Viltu móta framtíð fjarskiptainnviða Íslands? Sérfræðingur í fjarskiptainnviðum og tíðnisviðum
Fjarskiptastofa leitar að tæknisinnuðum og lausnamiðuðum sérfræðingi til starfa við eftirlit og stjórnun tíðnisviðs og þráðlausra fjarskiptakerfa. Mögulega yrði um tvö störf að ræða.
-
Koma að stefnumótun og þróun íslenskra fjarskiptainnviða
-
Koma að tíðnistjórnun og mótun á tíðnistefnu Íslands.
-
Greining, mat og úrlausn verkefna sem tengjast tíðnisviðum
-
Upplýsingagjöf og samskipti við almenning og fjarskiptafyrirtæki
-
Þátttaka í alþjóðasamstarfi
-
Háskólapróf í verkfræði/tæknifræði eða sambærileg menntun eða áralöng reynsla af vinnu við fjarskiptakerfi
-
Þekking og reynsla af umsjón með fjarskiptum og upplýsingatækni er kostur
-
Öguð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði
-
Lipurð í samskiptum og góð færni í íslensku og ensku
-
Reynsla af verkefnastjórnun og almenn þekking á öryggi neta er æskileg
Íslenska
Enska










