Deloitte
Deloitte
Deloitte

Gagna- og gervigreind Deloitte (AI & Data)

Tækniráðgjöf Deloitte leitar að ráðgjafa með reynslu og áhuga á gögnum, greiningum og gervigreind (AI). Við leggjum áherslu á fjölbreyttan bakgrunn og reynslu, ef þú hefur áhuga og grunnfærni í gagnagreiningu og vilt læra meira, þá viljum við heyra frá þér.

Stór og spennandi verkefni eru framundan hjá teyminu, þar sem þú færð tækifæri til að þróa þig áfram og taka þátt í að móta framtíð gagnadrifinna lausna fyrir viðskiptavini okkar.

Teymið vinnur  þvert á svið innan Deloitte á Íslandi og Deloitte á Norðurlöndunum. Bakgrunnur okkar er fjölbreyttur. Við erum hluti af Tækniráðgjöf Deloitte (Technology & Transformation). Á sviðinu starfar úrvals lið sérfræðinga sem leggja sig fram í þjónustu við viðskiptavini.  

Helstu verkefni og ábyrgð

Þú hjálpar viðskiptavinum okkar með uppsetningu á gagnaumhverfum og býrð til greiningar sem ýta undir gagnadrifnar ákvarðanir. Þú nýtur þess að vinna í teymi og mynda tengsl, bæði innanhúss sem og við viðskiptavini.   

Dæmi um hvað þú fæst við og berð ábyrgð á: 

  • Þú tekur þátt í að greina þarfir viðskiptavina og móta gagnalausnir. 

  • Uppsetning og þróun gagnaumhverfa, þar á meðal gagnavöruhús (data warehouse) og gagnavatnahús (data lakehouse). 

  • Vinnur með viðskiptagreindartól (t.d. Power BI, Tableau, Looker) til að búa til greiningar og framsetja gögn á skýran og áhrifaríkan hátt. 

  • Þú tekur þátt í hönnun gagnalíkana og greiningu gagna til að styðja við ákvarðanatöku. 

  • Þú vinnur í teymi og myndar tengsl bæði innan Deloitte og við viðskiptavini. 

  • Þú styður við innri þróun, þekkingardeilingu og nýsköpun innan teymisins. 

  • Þú tekur þátt í innleiðingu og aðlögun nýrra lausna og tækni sem geta aukið virði fyrir viðskiptavini. 

  • Þú fylgist með nýjustu straumum og þróun í gervigreind (AI) og gagnatækni og miðlar þekkingu til viðskiptavina og samstarfsfólks. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði raunvísinda, stærðfræði, verkfræði, tölfræði, tölvunarfræði, hugbúnaðarþróunar eða önnur menntun sem nýtist í starfi.  

  • Þekking og reynsla af gagnavöruhúsum (data warehouse) og/eða gagnavatnahúsum (data lakehouse). 

  • Reynsla af gagnagreiningu, hönnun gagnalíkana og framsetningu gagna. 

  • Reynsla af viðskiptagreindartólum eins og Power BI, Tableau eða Looker. 

  • Kunnátta eða reynsla af lausnum eins og Microsoft Fabric, Databricks, Snowflake, Azure Synapse eða Azure Data Factory er kostur. 

  • Færni í SQL, Python eða sambærilegum gagnaforritunartungumálum er kostur. 

  • Áhugi á gervigreind (AI) og vilji til að læra um og hagnýta nýjustu lausnir á þessu sviði til að skapa virði fyrir viðskiptavini. 

  • Hæfni í mannlegum samskiptum, auðvelt með að byggja traust sambönd og að vinna í teymi. 

Fríðindi í starfi
  • Frábært mötuneyti með niðurgreiddum morgunmat og hádegismat 

  • Veglegan líkamsræktarstyrk, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf 

  • Styrki til foreldra 

  • Fyrirmyndar aðbúnað starfsfólks í nýjum höfuðstöðvum á Dalvegi 

  • Launaður dagur til að sinna sjálfboðaverkefnum 

  • Fjölbreytt áhugamál samstarfsfélaga þvert á félagið t.d. hlaupahópur, fótbolti í hádeginu, og leikjaherbergi 

Auglýsing birt12. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.DatabrickPathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.GervigreindPathCreated with Sketch.GreiningarfærniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Power BIPathCreated with Sketch.PythonPathCreated with Sketch.SQLPathCreated with Sketch.TableauPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Viðskiptasambönd
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar