Við leitum að móttökuritara í teymið okkar
Heilsuvernd er ört stækkandi fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem hefur sérhæft sig í heilsu- og vinnuverndarstörfum, almennri heilsugæsluþjónustu og heilbrigðisþjónustu fyrir hjúkrunarheimili. Markmið Heilsuverndar eru að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og efla heilbrigði og vellíðan.
Heilsuvernd er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu. Heilsugæslan Urðarhvarfi er einkarekin heilsugæsla sem starfar undir merkjum Heilsuverndar. Heilsugæslan Urðarhvarfi er skipuð sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem leggur áherslu á faglega og framúrskarandi þjónustu og hafa niðurstöður þjónustukannana Maskínu endurspeglað það. Heilsugæslan Urðarhvarfi býr yfir sérstaklega góðum starfsanda, samvinnu og metnaði starfsfólks.
Heilsuvernd óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku Heilsugæslunnar Urðarhvarfi og Heilsuvernd. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur jákvæðni og lipurð í samskiptum að leiðarljósi og vill vera hluti af góðu teymi.
Um fullt starf er að ræða en lægra starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi. Almennur vinnutími er frá 8:00 til 16:00 ásamt stökum síðdegisvöktum á milli kl. 16:00 og 17:00.
- Móttaka skjólstæðinga
- Upplýsingagjöf til skjólstæðinga
- Símsvörun
- Tímabókanir
- Innkallanir
- Móttaka greiðslna
- Dagsuppgjör
- Önnur tilfallandi verkefni í móttöku
- Rík þjónustulund og lipurð í samskiptum
- Geta sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði í starfi
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði
- Góð færni í ensku og/eða öðrum tungumálum æskileg
- Góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af Sögukerfi er æskileg
- Heilbrigðisritaramenntun og/eða reynsla af sambærilegu starfi æskileg