Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.
Sölu- og þjónusturáðgjafi
Við erum að leita að öflugum og metnaðarfullum sölu- og þjónusturáðgjafa. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á samskiptum við ytri og innri viðskiptavini og geta veitt þeim skilvirka þjónustu. Jafnframt að vera umhugað um umhverfið okkar og hafa áhuga á flokkun og endurvinnslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Móttaka og afgreiðsla erinda í gegnum síma, tölvupóst eða aðra rafræna miðla
-
Flokkun, skráning og úrvinnsla erinda
-
Ráðgjöf um flokkun og endurvinnslu
-
Sala og tilboðsgerð til fyrirtækja
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
-
Reynsla af sölu- og þjónustustörfum
-
Góð almenn tölvukunnátta
-
Góð íslensku- og enskukunnátta
-
Skipulagshæfni og frumkvæði
-
Áhugi á flokkun og endurvinnslu
Auglýsing birt7. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiMetnaðurSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSkipulagSkýrslurSölumennskaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Skrifstofustarf
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf
Premium of Iceland óskar eftir bókara
Premium of Iceland ehf.
Bókunarfulltrúi - Söludeild Keahótela
Söluskrifstofa Keahótela
Áhafnavakt/Daily Crew Operations
Icelandair
Brennur þú fyrir að veita framúrskarandi þjónustu?
Veitur
Þjónustufulltrúi
Ekran
Þjónustufulltrúi
Nathan & Olsen
Símsvörun - þjónustuver
Teitur
Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku - við erum að vaxa
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup
Starfsmenn óskast
Íshestar
Sérfræðingur í framlínu LSR
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins