Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Sumarstarfsmaður á skrifstofu og afgreiðslu

Sumarstarfsmaður á skrifstofu og afgreiðslu hjá Golfklúbbi Kiðjabergs

Við leitum að metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á skrifstofu og í afgreiðslu. Um er að ræða hlutastarf (50-60%) frá miðjum júní til miðjan ágúst 2025.

Golfklúbbur Kiðjabergs er staðsettur í 5 mínútna akstursfjarlægð frá Borg og 20 mínútna akstursfjarlægð frá Selfossi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn skrifstofustörf, svo sem skjölun, póstflokkun og símsvörun.
  • Móttaka viðskiptavina og almenn afgreiðsla.
  • Umsjón með tölvupósti og daglegum samskiptum við viðskiptavini.
  • Umsjón með golfmótum
  • Þrif á útisvæði eftir atvikum
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af skrifstofu- og/eða þjónustustörfum er kostur.
  • Góð tölvukunnátta, sérstaklega í Office-forritum (Word, Excel, Outlook).
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Frábær samskiptahæfni og þjónustulund.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Reiprennandi í íslensku og gott vald á ensku bæði í ræðu og riti
Auglýsing birt7. janúar 2025
Umsóknarfrestur28. janúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Kiðjaberg 168257, 801 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar