Veitur
Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.
Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.
Brennur þú fyrir að veita framúrskarandi þjónustu?
Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum einstaklingi til að bætast við öflugt teymi þjónusturáðgjafa Veitna. Viðkomandi mun fá tækifæri til að nýta hæfileika sína til að veita framúrskarandi þjónustu og leysa úr fjölbreyttum verkefnum í síbreytilegu umhverfi. Við leitum að fólki í fullt starf.
Helstu verkefni fela í sér að veita viðskiptavinum Veitna ráðgjöf í gegnum síma, tölvupóst, netspjall og samfélagsmiðla, taka á móti umsóknum og greina þær, auk þess að greina og innleiða umbætur í ferlum Þjónusturáðgjafarinnar sem stuðla að bættri upplifun og ánægju viðskiptavina.
Hjá Þjónusturáðgjöf Veitna leggjum við áherslu á:
- Viðskiptavinamiðaða hugsun: að setja sig í spor viðskiptavina og sífellt að leita nýrra leiða til að mæta þeirra þörfum.
- Skjóta og örugga viðbragðsgetu: að bregðast hratt og örugglega við þegar á þarf að halda.
- Frumkvæði og sveigjanleika: að takast á við krefjandi verkefni með frumkvæði, jákvæðu hugarfari og sveigjanleika.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvætt viðhorf, drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
- Hæfni til að miðla tæknilegum upplýsingum á skiljanlegan hátt.
- Mjög góð tölvukunnátta og hæfni til að tileinka sér nýja tækni og kerfi.
- Reynsla af þjónustustörfum er æskileg.
- Góð skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Stúdentspróf, háskólanám eða sambærilegt sem nýtist í starfi.
Auglýsing birt8. janúar 2025
Umsóknarfrestur17. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiSamviskusemiStundvísiVinna undir álagiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Sölufulltrúi í Blómval Skútuvogi
Blómaval
Bókunarfulltrúi - Söludeild Keahótela
Söluskrifstofa Keahótela
Þjónustufulltrúi
Ekran
Þjónustufulltrúi
Nathan & Olsen
Sölu- og þjónusturáðgjafi
Terra hf.
Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku - við erum að vaxa
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Þjónustufulltrúi
Stoð
Vaktstjóri í þjónustuveri
Icelandia
Sumarstarfsmaður á skrifstofu og afgreiðslu
Golfklúbbur Kiðjabergs
Þjónustufulltrúi - Framtíðarstarf á Akureyri
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar
Undirbúningur blóma og akstur á sölustaði
Blómstra
Þjónustufulltrúi
DHL Express Iceland ehf