

Verslunarstjóri S4S Premium Outlet
Erum við að leita að þér?
S4S leitar að öflugum og metnaðarfullum verslunarstjóra í glæsilegt S4S Premium Outlet í Holtagörðum. Um framtíðarstarf er að ræða.
Verslunarstjóri sér m.a. um daglegan rekstur, afgreiðslu, starfsmannahald, uppsetningu á verslun, áætlanagerð, samskipti við aðrar verslanir S4S og stoðdeildir.
Um fullt starf er að ræða þar sem vinnutími er alla virka daga og aðra hverja helgi á opnunartíma verslunarinnar.
Við leitum að manneskju með mikla leiðtogahæfileika og reynslu af verslunarsstjórastarfi sem getur hafið störf fljótlega.
Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið.
S4S Premium Outlet er staðsett í Höltagörðum. Þar er mikið úrval af vörum frá gæðamerkjum úr öllum verslunum S4S sem eru: Air, Ecco, Ellingsen, Kaupfélagið, Skechers og Steinar Waage.
- Daglegur rekstur
- Sala
- Áætlanagerð
- Starfsmannahald og vaktaplön
- Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini
- Uppsetning og útlit á verslun
- 25 ára eða eldri
- Reynsla af verslunarstjórastarfi skilyrði
- Leiðtogahæfileikar
- Vinnur vel undir álagi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Stundvísi og góð framkoma
- Sveigjanleiki
- Framúrskarandi þjónustulund
- Færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslensku og ensku kunnátta













