
N1
N1 sér fólki og fyrirtækjum fyrir eldsneyti, raforku, rekstrarvörum, veitingum og afþreyingu á þjónustustöðvum félagsins um allt land. Okkar hlutverk er að halda samfélaginu á hreyfingu með persónulegri þjónustu og markvissu vöruúrvali sem uppfyllir kröfur viðskiptavina hvert sem ferð þeirra er heitið.
N1 sparar viðskiptavinum bæði tíma og fyrirhöfn með þéttu neti þjónustustöðva og umbunar þeim með margvíslegum ávinningi af viðskiptunum, m.a. með N1 kortinu sem safnar punktum og nýtast á N1 stöðvum um land allt.
N1 starfar út frá þremur grunngildum sem eru: virðing, einfaldleiki og kraftur. Við sýnum hvert öðru virðingu, veitum þjónustu sem við getum verið stolt af og berum virðingu fyrir umhverfinu. Við leggjum okkur fram við að einfalda líf viðskiptavina okkar og liðsinna með góðu aðgengi að vörum okkar og þjónustu. Við hleypum krafti í samfélagið með öflugri dreifingu og afgreiðslu eldsneytis en einnig með stuðningi við hreyfingu, heilsubót og góð málefni sem auðga mannlífið.
Vel staðsettar þjónustustöðvar og verslanir um land allt, fyrsta flokks dekkja- og smurþjónusta og öflug fyrirtækjaþjónusta gera N1 að sterkri heild sem er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi.

Staðarskáli Hrútafirði
Vilt þú vinna á líflegum vinnustað?
N1 Staðarskála óskar eftir að ráða kraftmikinn og þjónustulipran starfsmann sem kann þá list að steikja góða hamborgara.
Unnið er á vöktum.
Þjónustustöðin okkar er líflegur vinnustaður sem iðar af mannlífi frá morgni til kvölds.
Öll aðstaða í Staðarskála er fyrsta flokks og boðið er upp á húsnæði í dásamlegu umhverfi. Góð líkamsræktar – og afþreyingaraðstaða fyrir starfsmenn.
Hæfniskröfur:
- Reglusemi og stundvísi áskilin
- Samskiptafærni og þjónustulund
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- 18 ára eða eldri
Fríðindi í starfi:
- Aðgangur að Velferðarþjónustu N1
- Afsláttarkjör hjá N1, Krónunni, ELKO og Lyfju
- Styrkur til heilsueflingar
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Ragnar Eyvindsson stöðvarstjóri hjá [email protected]
Auglýsing birt8. október 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hrútafjörður v/ Norðurlandsveg, 500 Staður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsfólk í ísbúð og booztbar - Akureyri
Ísbúðin Akureyri

Nettó Ísafirði - verslunarstjóri
Nettó

Service Assistants
Costco Wholesale

Heimsendingar á kvöldin (tímabundið)
Dropp

Afgreiðsla
Hollt & Gott

Starfsfólk í verslun - Steinar Waage Kringlan
S4S - Steinar Waage skóverslun

Sölustarf í verkfæraverslun
Þór hf.

Verslunarstjóri í Álfheimum
Ísbúð Huppu

Breakfast kitchen & service employee
Hótel Holt

Smáralind - Kokkar í fullu starfi / Chefs full time
La Trattoria

Vörutiltekt í vefverslun ELKO - tímabundið starf
ELKO

Starfsfólk í verslun - Grandi
JYSK