Garðabær
Garðabær
Garðabær

Verkefnastjóri viðhaldsframkvæmda

Umhverfissvið Garðabæjar óskar eftir að ráða verkefnastjóra viðhaldsframkvæmda. Verkefnastjóri starfar undir stjórn deildarstjóra fasteigna og sér um utanumhald og umsjón á viðhaldi á fasteignum í eigu sveitafélagsins. Jafnframt að tryggja að fasteignir standist þær kröfur sem gerðar eru til starfseminnar sem þar eru reknar.

Hlunnindi
  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastjórn með viðhaldsframkvæmdum á fasteignum Garðabæjar
  • Gerð kostnaðar og tímaáætlana
  • Gerð viðhaldsáætlana
  • Innkaupaferli viðhaldsframkvæmda, útboð, verðkönnun
  • Uppgjör verkefna
  • Eftirlit með viðhaldsframkvæmdum
  • Samhæfing verkþátta, iðnaðarmanna og verktaka í viðhaldi og rekstri
  • Öryggismál fasteigna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í byggingafræðum, byggingatækni- eða verkfræði
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Menntun í iðngrein er kostur
  • Reynsla og þekking af fasteignarekstri, viðhalds- og byggingaframkvæmdum
  • Reynsla af verkefnastjórnun, rekstri og áætlanagerð 
  • Góð þekking á lögum og reglugerðum sem gilda um mannvirki og rekstur þeirra á hverjum tíma þ.e. byggingareglugerð, brunavarnir, heilbrigðisreglugerð og vinnuverndarlög
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
  • Mjög góð tölvuþekking
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfni
Auglýsing stofnuð4. apríl 2024
Umsóknarfrestur22. apríl 2024
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar