Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Verkefnastjóri framkvæmda

VIÐ BJÓÐUM SPENNANDI FRAMTÍÐ

Fjölmörg uppbyggingarverkefni eru framundan sem bæta munu innviði og lífsskilyrði í landinu og leitum við að öflugum verkefnastjóra framkvæmda til að stýra framkvæmdum um allt land.

Viðkomandi verður hluti af samhentu teymi sem stýrir stærri framkvæmdum í flutningskerfi Landsnets, allt frá undirbúningi í gegnum verkhönnun og áætlanagerð, yfir í útboðshönnun, verksamninga og verklega framkvæmd.

Við leitum að liðsfélaga sem er með

  • Háskólapróf í verk- eða tæknifræði
  • Reynsla af verkefnastjórnun, hönnun eða eftirliti með verklegum framkvæmdum
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi
  • Jákvætt, uppbyggilegt og lausnamiðað viðhorf
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Hjá Landsneti starfar öflugur hópur starfsfólks sem leggur sitt af mörkum til að halda ljósunum á landinu logandi, tækjunum gangandi og raforkunni flæðandi um land allt. Öll styðjum við beint eða óbeint við starfsemina sem felst í uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins.

Fríðindi í starfi

Við bjóðum starfsfólki okkar upp á góða vinnustaðamenningu, dásamlegt mötuneyti, líkamsræktaraðstöðu, sveigjanlegt vinnuumhverfi, velferðar- og starfsmenntunarstyrki, öflugt starfsmannafélag auk frábæra vinnufélaga.

Auglýsing stofnuð15. apríl 2024
Umsóknarfrestur5. maí 2024
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Rangárvöllum
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar