Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Sérfræðingur áætlana

Við leitum að sérfræðingi með þekkingu og hæfni til að byggja upp og halda utan um kostnaðarbanka og til að hafa umsjón með kostnaðargreiningum og verkáætlanagerð fjárfestingarverkefna.

Framundan eru spennandi tímar og umfangsmiklar framkvæmdir í flutningskerfinu. Við hjá Landsneti erum á fleygiferð inn í framtíðina, sem í okkar huga er ljós, og leitum við að liðsfélaga til að bætast í öflugan hóp.

Viðkomandi verður hluti af samhentu teymi sem stýrir stærri framkvæmdum í flutningskerfi Landsnets, allt frá undirbúningi í gegnum verkhönnun og áætlanagerð, yfir í útboðshönnun, verksamninga og verklega framkvæmd.

Við leitum að liðsfélaga sem er með

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði, tæknifræði eða viðskiptafræði
  • Reynsla af greiningum og úrvinnslu gagna
  • Reynsla af áætlanagerð, hönnun eða eftirliti með verklegum framkvæmdum er kostur
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í starfi
  • Jákvætt, uppbyggilegt og lausnamiðað viðhorf
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

Hjá Landsneti starfar öflugur hópur starfsfólks sem leggur sitt af mörkum til að halda ljósunum á landinu logandi, tækjunum gangandi og raforkunni flæðandi um land allt.

Öll styðjum við beint eða óbeint við starfsemina sem felst í uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins.

Fríðindi í starfi

Við bjóðum starfsfólki okkar upp á góða vinnustaðamenningu, dásamlegt mötuneyti, líkamsræktaraðstöðu, sveigjanlegt vinnuumhverfi, velferðar- og starfsmenntunarstyrki, öflugt starfsmannafélag auk frábæra vinnufélaga.

Auglýsing stofnuð15. apríl 2024
Umsóknarfrestur5. maí 2024
Staðsetning
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Rangárvöllum
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar