Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Verkefnastjóri með ábyrgð á velferðarúrræðum - Þjónusta og úrræði

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verkefnastjóra með ábyrgð á velferðarúrræðum í þjónustu- og úrræðateymi á fjölskyldu- og barnamálasviði. Um er að ræða 100% starf.

Teymi þjónustu- og úrræða sinnir miðlægri stoðþjónustu við fagdeildir á fjölskyldu- og barnamálasviði. Það sinnir meðal annars sértækri afgreiðlsu og upplýsingagjöf innan sviðins og heldur utan um miðlæg velferðarúrræði s.s. stuðningsþjónustu og félagslegar íbúðir.

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á samstarf með heildarsýn að leiðarljósi sem og metnaðarfullt og faglegt starf í þágu bæjarbúa.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Heldur utan um stuðningsúrræði á fjölskyldu- og barnamálasviði og hefur umsjón með ráðningum starfsmanna í einstaklingsstuðning í samráði við deildarstjóra
  • Sinnir úttektum á stuðningsfjölskyldum skv. umsagnarbeiðni frá Gæða- og eftirlitsstofnun
  • Sér um úrvinnslu umsókna ráðgjafa um einstaklingsstuðning og stuðningsfjölskyldur og deilir málum á tímavinnufólk og stuðningsfjölskyldur
  • Ber ábyrgð á að taka saman upplýsingar og gögn sbr. upplýsingalög og sinnir annarri umsýslu í samráði við deildarstjóra og ráðgjafa á sviðinu
  • Hefur frumkvæði og tekur þátt í að þróa úrræði í stuðningsþjónustu
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun (B.A/B.Sc.) sem nýtist í starfi s.s. á sviði , félags- eða heilbrigðisvísinda
  • Reynsla og þekking af stjórnsýslu sveitarfélaga
  • Reynsla af verkefnastjórnun og upplýsingamiðlun
  • Reynsla af starfsmannamálum og ráðningum kostur
  • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni 
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulagshæfileikar 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Launkjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elín Ósk Baldursdóttir, deildarstjóri í þjónustu- og úrræðateymi á [email protected] eða í síma 585-5500.

Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember 2025

Greinargóð ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini fylgi umsókn.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt12. nóvember 2025
Umsóknarfrestur25. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Strandgata 6, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar