

Félagsráðgjafi á heilsugæslu HSU, Selfossi
Laust er til umsóknar 80-100% starf félagsráðgjafa við heilsugæsluna á Selfossi.
Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum félagsráðgjafa til starfa við heilsugæslu HSU, Selfossi.
Um ábyrgðarmikið og krefjandi starf er að ræða og spennandi vettvang fyrir félagsráðgjafa sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Félagsráðgjafi starfar í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.
Viðkomandi þarf að búa yfir færni til að vinna sjálfstætt, lausnamiðað og hafa metnað til að veita framúrskarandi þjónustu.
HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga. Þjónustusvæðið nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu. Velferð og þarfir þjónustuþega eru okkar leiðarljós.
-
Þátttaka í þróun og uppbyggingu félagsráðgjafar í heilsugæslu HSU
-
Teymisvinna með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki heilsugæslunnar
-
Einstaklingbundin viðtöl og ráðgjöf sem lítur að framfærsluúrræðum, félagslegum úrræðum og réttindamálum
-
Samstarf við aðrar stofnanir og þjónustuveitendur s.s.heilbrigðisstofnanir, félagsþjónustur, vinnumálastofnun, starfsendurhæfingu, TR, SÍ o.fl.
-
Leyfi frá landlækni til að starfa sem félagsráðgjafi skilyrði
-
Viðtæk starfsreynsla og/eða reynsla af sambærilegu starfi kostur
-
Faglegur metnaður og áhugi á uppbyggingu félagsráðgjafar í heilsugæslu
-
Sjálfstæði, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun í starfi
-
Góð samskiptahæfni, lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
-
Góð íslenskukunnátta skilyrði
Íslenska









