Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður
Sveitarfélagið Hornafjörður

Yfirfélagsráðgjafi fjölskyldu- og félagsþjónustu

Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan félagsráðgjafa í 100% stöðu yfirfélagsráðgjafa hjá fjölskyldu- og félagsþjónustu velferðarsviðs.

Velferðarsvið er staðsett í þjónustumiðstöðinni Miðgarði að Víkurbraut 24 sem hýsir fjölskyldu- og félagsþjónustu og stuðnings- og virkniþjónustu sveitarfélagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á úrræðum í félagsþjónustu og barnaverndarþjónustu
  • Stýrir afgreiðslu- og meðferðarfundum barnaverndarþjónustu BFSH f.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar
  • Úthlutar verkefnum til ráðgjafa BFSH í samstarfi við sviðsstjóra
  • Ábyrgð á greiðslum fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings
  • Félagsleg ráðgjöf til einstaklinga
  • Málstjórn í félagsþjónustu og barnavernd
  • Málstjórn í stuðningsteymum farsældar
  • Tengiliður farsældar hjá félagsþjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsréttindi sem félagsráðgjafi frá landlækni er skilyrði
  • Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur 
  • Reynsla af vinnu í félagsþjónustu eða barnavernd er kostur 
  • Reynsla af verkefnastýringu er kostur 
  • Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð 
  • Góð almenn tölvukunnátta 
  • Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum 
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt28. október 2025
Umsóknarfrestur16. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Víkurbraut 24, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar