
Sveitarfélagið Hornafjörður
VELKOMIN TIL HORNAFJARÐAR – ÞAR SEM NÁTTÚRAN, SAMFÉLAGIÐ OG FRAMTÍÐIN MÆTAST
--------
Í Hornafirði býðst þér einstakt tækifæri til að lifa og starfa í einu af öflugustu og fallegustu sveitarfélögum landsins. Hér móta jöklar, fjöll og strandlengja stórbrotið landslag sem veitir bæði innblástur og ró.
Hornafjörður er barnvænt, öruggt og samhent samfélag með öfluga skóla, fjölbreytt tómstundastarf og trausta innviði. Uppbygging er í fullum gangi – í atvinnulífi, þjónustu og menningu – og framtíðin björt.
Hjá Sveitarfélaginu Hornafirði starfar öflugur og samheldin hópur fólks með metnað fyrir framtíð sveitarfélagsins. Íbúar í Hornafirði eru í dag rúmlega 2800 og hefur fjölgun síðustu ára verið á forsendum verðmætasköpunar en mikil uppbygging á sér nú stað í sveitarfélaginu.
Ef þú leitar að lífsgæðum, nánara sambandi við náttúruna og samfélagi þar sem framlag þitt skiptir máli – þá er Hornafjörður rétti staðurinn fyrir þig.

Yfirfélagsráðgjafi fjölskyldu- og félagsþjónustu
Velferðarsvið Sveitarfélagsins Hornafjarðar óskar eftir að ráða metnaðarfullan félagsráðgjafa í 100% stöðu yfirfélagsráðgjafa hjá fjölskyldu- og félagsþjónustu velferðarsviðs.
Velferðarsvið er staðsett í þjónustumiðstöðinni Miðgarði að Víkurbraut 24 sem hýsir fjölskyldu- og félagsþjónustu og stuðnings- og virkniþjónustu sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á úrræðum í félagsþjónustu og barnaverndarþjónustu
- Stýrir afgreiðslu- og meðferðarfundum barnaverndarþjónustu BFSH f.h. Sveitarfélagsins Hornafjarðar
- Úthlutar verkefnum til ráðgjafa BFSH í samstarfi við sviðsstjóra
- Ábyrgð á greiðslum fjárhagsaðstoðar og sérstaks húsnæðisstuðnings
- Félagsleg ráðgjöf til einstaklinga
- Málstjórn í félagsþjónustu og barnavernd
- Málstjórn í stuðningsteymum farsældar
- Tengiliður farsældar hjá félagsþjónustu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi sem félagsráðgjafi frá landlækni er skilyrði
- Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af vinnu í félagsþjónustu eða barnavernd er kostur
- Reynsla af verkefnastýringu er kostur
- Skipulögð, sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Íslenska B2 skv. samevrópska tungumálarammanum
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt28. október 2025
Umsóknarfrestur16. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Víkurbraut 24, 780 Höfn í Hornafirði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (8)

Ráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri á heimili fyrir fatlað fólk - Steinahlíð
Hafnarfjarðarbær

Starfsfólk óskast í vaktavinnu í búsetuúrræði
Hrafnkatla – fjölskylduheimili og búsetuúrræði

Sérfræðingur í velferðarteymi
Vinnumálastofnun

Skaðaminnkandi verkefni Rauða krossins - helgarvinna á laugardögum í Ylju
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

Starfsmannastuðningur og ráðgjöf
Landspítali

Málastjóri í Laufeyjarteymi
Landspítali

Starfsfólk óskast í vaktavinnu á fjölskylduheimili
Fjölskylduheimilið Hrafnkatla