Fjölskylduheimilið Hrafnkatla
Fjölskylduheimilið Hrafnkatla
Fjölskylduheimilið Hrafnkatla

Starfsfólk óskast í vaktavinnu á fjölskylduheimili

Fjölskylduheimilið Hrafnkatla er búsetuúrræði, staðsett að Digranesvegi í Kópavogi, leitar að ábyrgu starfsfólki til að starfa í vaktavinnu (2-2-3). Vaktirnar eru 12 klst. bæði dagvaktir og næturvaktir frá kl. 08:00 til kl. 20:00 og 20:00 til 08:00. Heimilið leiðir daglegt starf með fjórum ungmennum á aldrinum 12–20 ára sem þurfa öruggt, stöðugt og stuðningsríkt heimili – til skemmri eða lengri tíma.

Um er að ræða gefandi starf þar sem lögð er áhersla á að skapa traust, stuðla að jákvæðri daglegri rútínu og efla félagsfærni ungmennanna. Starfsmenn sinna uppeldis- og stuðningshlutverki og felur starfið í sér náið samstarf við ungmennin í þeirra daglega lífi og vinnu eftir tengslamyndandi nálgun.

Starfið hentar vel með námi. Reynsla af starfi með börnum eða ungmennum er kostur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita ungmennum stuðning, umönnun og uppeldi í daglegu lífi.
  • Stuðla að jákvæðri og stöðugri rútínu. 
  • Annast almenn heimilisstörf, þar á meðal að versla inn, sjá um að keyra og sækja auk þess að halda heimilinu snyrtilegu 
  • Skapa öruggt, hlýlegt og uppbyggilegt umhverfi. 
  • Samstarf við barnavernd, fjölskyldur og aðra fagaðila. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • 23 ára og eldri.
  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg, má þar nefna félags-, heilbrigðis- og/eða menntavísindasviði. 
  • Reynsla af vinnu með börnum/ungmennum. 
  • Sveigjanleiki og færni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og jákvæðni í starfi.
  • Hreint sakavottorð.
Fjölskylduheimilið að Digranesvegi í Kópavogi

Fjölskylduheimilið að Digranesvegi er búsetuúrræði fyrir ungmenni á aldrinum 12 til 20 ára sem geta ekki búið hjá upprunafjölskyldu sinni og þurfa öruggt, stöðugt og stuðningsríkt heimili. Við tökum á móti ungmennum í neyðarvistun, tímabundið fóstur og langtíma fóstur. Markhópur heimilisins eru ungmenni sem ekki hafa fengið fósturheimili þrátt fyrir þörf eða hafa dvalið í fósturheimili en geta ekki lengur búið þar vegna annarra ástæðna. Í starfi heimilisins er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða umönnun og uppeldi í heimilislegu og hlýlegu umhverfi. Við vinnum út frá tengslamyndandi nálgun og styðjumst við gagnreyndar aðferðir sem taka mið af þörfum hvers og eins. Áhersla er lögð á daglega rútínu, þátttöku í skóla, vinnu, frístund og/eða félagslífi. Náin samvinna er við barnaverndaryfirvöld og aðra fagaðila til að tryggja velferð, öryggi og farsæld ungmennanna. 

Auglýsing birt18. september 2025
UmsóknarfresturEnginn
Laun (á mánuði)undefined undefined
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar