

Stuðningsfulltrúi óskast á íbúðarkjarna
Ás styrktarfélag óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í bæði hlutastörf og fullt starf eftir samkomulagi. Á staðnum ríkir mjög góður starfsandi þar sem áhersla er lögð á jákvætt starfsumhverfi ásamt sveigjanleika í starfi. Á íbúðarkjarnanum er veitt sólarhringsþjónusta fyrir fólk með fötlun. Unnið eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.
Unnið er á blönduðum vöktum (morgun-, kvöld-, helgar- og næturvaktir).
Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisáætlun félagsins og hvetjum við karlmenn sérstaklega til að sækja um.
- Aðstoðar íbúa til sjálfshjálpar og stuðlar að þátttöku þeirra í samfélaginu
- Aðstoðar og styður íbúa við athafnir daglegs lífs og við heimilishald
- Setur sig inn í tjáningarform eða sérstakar aðstæður íbúa
- Fylgist með andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoðar þá við heilsufarslega þætti
- Vinnur eftir þjónustuáætlunum í samvinnu við íbúa og yfirmann
Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki og jákvæðni
Hreint sakavottorð er skilyrði.
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og tala íslensku.












