
Sérfræðingur í velferðarteymi
Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða sérfræðing í velferðarteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Velferðarteymi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd heldur utan um heilbrigðis- og velferðarþjónustu fyrir umsækjendur, heldur utan um fyrstu skimun við komu, veitir ráðgjöf og stuðning og heldur utan um eftirfylgni á málum sem tengjast velferð þeirra.
Leitað er eftir einstaklingi sem á auðvelt með að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunar; Fyrirmyndarþjónusta; Virðing; Áreiðanleiki.
-
Ráðgjöf, stuðningur og eftirfylgni á velferðartengdum málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.
-
Náin samvinna við hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa í velferðarteymi stofnunarinnar.
-
Samskipti við aðila sem koma að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd.
-
Önnur tilfallandi verkefni sem falla að málaflokknum.
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði félagsráðgjafar, iðjuþjálfunar, þroskaþjálfunar, sálfræði eða sambærilegrar menntunar.
-
Góð kunnátta í íslensku og ensku.
-
Reynsla af vinnu með fólki af ólíkum menningaruppruna er æskileg.
-
Reynsla af vinnu með flóttamönnum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og öðru virknistarfi er kostur.
-
Samskiptahæfni, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
-
Kostur ef viðkomandi talar arabísku, spænsku og/eða úkraínsku.
-
Bílpróf.













