

Geislafræðingur óskast í tímabundnar afleysingar til Vestmannaeyja
Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða geislafræðing í afleysingu á myndgreiningardeild HSU í Vestmannaeyjum.
Starfið felur í sér röntgenrannsóknir og tölvusneiðmyndarannsóknir.
Þjónustusvæðið HSU nær frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í austri og veitir HSU heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu ásamt því að annast sjúkraflutninga.
Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.
Þjónustumarkmið HSU byggja á gildum okkar um fagmennsku, virðingu og samvinnu.
- Röntgenrannsóknir
- Tölvusneiðmyndarannsóknir
- Þátttaka í verkefnum innan stofnunarinnar
-
Íslenskt starfsleyfi sem geislafræðingur
-
BS. próf í geislafræði skilyrði
-
Frumkvæði og sjálfstæði vinnubrögð
-
Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf
-
Góð hæfni í mannlegum samskiptum
Íslenska