

Lágafellsskóli - Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi
Lágafellsskóli leitar að þroskaþjálfa/iðjuþjálfa til starfa í afleysingu til eins árs
Má bjóða þér að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi? Viltu vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum?
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar.
Þroskaþjálfi/iðjuþjálfi vinnur með kennurum og öðrum samstarfsaðilum að námi og þroska nemenda á yngsta stigi sem þurfa á auknum stuðningi að halda. Hann annast þroska- og atferlisþjálfun nemenda og veitir ráðgjöf og leiðsögn til samstarfsaðila.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
- Annast námsaðlögun og stuðning við fjölbreyttan nemendahóp í samvinnu við umsjónarkennara.
- Stuðla að velferð nemenda í góðu samstarfi við foreldra/forráðamenn og stoðþjónustu skólans.
- Vinna með kennurum að gerð einstaklingsnámskráa og námsumhverfis sem hæfa ólíkum þörfum nemenda.
- Æskilegt að viðkomandi hafi ART réttindi
- Leyfi til að nota starfsheitið þroskaþjálfi/iðjuþjálfi
- Þekking og reynsla af vinnu með nemendum með fjölþættan vanda
- Áhugi á starfi með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf
- Góð færni í samvinnu og teymisvinnu
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslensku kunnátta
Íslenska










