
Hjallastefnan leikskólar ehf.
Hjallastefnan ehf er framsækið menntafyrirtæki í eigu áhugafólks um skólastarf. Drifkrafturinn í rekstri Hjallastefnunnar er sú skólahugsjón sem allt starf Hjallastefnunnar byggir á. Starfsfólk fyrirtækisins trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands. Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar sem við teljum að geti skipt sköpum í þroska þeirra einstaklinga sem okkur er treyst fyrir. Einnig er trú okkar að öflugt fyrirtæki í sjálfstæðum skólarekstri geti skapað nýjungar og unnið að tilraunaverkefnum sem veiti hinu opinbera kerfi nauðsynlegt og tímabært aðhald í því að efla fagstarf sitt og þjónustu – öllum börnum til hagsbóta. Skólar Hjallastefnunnar starfa ákaflega sjálfstætt undir stjórn síns leik- eða grunnskólastjóra sem hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Þannig hefur hver skóli sitt eigið andrúmsloft og sína eigin menningu en allir starfa þeir þó að sameiginlegu markmiði og eftir sömu námskrá sem liggur til grundvallar öllum þáttum fagstarfsins.

Eyrarskjól á Ísafirði - Kjarnastjóri/Deildarstjóri
Við hlökkum til að kynnast á þér!
Við erum að leita að Kjarnastjóra (deildarstjóra) í 100% starf sem getur hafið störf í janúar 2026 en einnig möguleiki á að byrja fyrr.
Leikskólinn Eyrarskjól er 5 Kjarna leikskóli staðsettur á Ísafirði þar sem unnið er eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar.
Í Eyrarskjóli er skemmtilegt starfsfólk, einstök vinnustaðamenning og jákvæður skólabragur.
Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstakling sem til er í að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleika. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í skólastarfi.
Til dæmis tilvalið fyrir nýútskrifaða leikskólakennara sem langar til að breyta um umhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiðir kjarnann í jákvæðni, frumkvæði og skapandi lausnamiðuðu starfi.
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á kjarnanum.
- Annast daglega verkstjórn á kjarnanum og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan kjarna, milli kjarna leikskólans og milli leikskólastjóra og kjarnans.
- Ber ábyrgð á og stýrir kjarnafundum og kemur með hugmyndir fyrir undirbúningstíma starfsfólks kjarnans.
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýs starfsfólks kjarnans í samvinnu við leikskólastjóra.
- Fylgist með að kjarninn sé búin viðeigandi uppeldis- og kennslugögnum í samvinnu við leikskólastjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennari og/eða starfsreynsla
- Lausnamiðuð hugsun
- Gleði, frumkvæði og vilji til náms
- Viðvera
Fríðindi í starfi
- Starfsfólk er í fríu fæði
- Vinnustytting
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur16. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Eyrargata 1, 400 Ísafjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniKennariSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Sérkennari eða þroskaþjálfi í Núp
Núpur

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Núp
Núpur

Leikskólakennari/leiðbeinandi í Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg

Leikskólinn Völlur -Þroskaþjálfi/Sérkennari
Reykjanesbær

Kennari eða reynslumikill leiðbeinandi óskast
Furugrund

Sérkennsla í Vinagerði
Leikskólinn Vinagerði

Verkefnisstjórar á skrifstofu Sálfræðideildar
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Sérkennsla í Blásölum
Leikskólinn Blásalir

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Leikskólakennari - leikskólaliði
Leikskólinn Ösp

ÓE leikskólakennara / starfsmaður á deild
Waldorfskólinn Sólstafir

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Hof