
Hörðuvallaskóli
Hörðuvallaskóli er hverfisskóli Kórahverfis í Kópavogi fyrir nemendur í 1. – 7. bekk.
Skólinn leggur áherslur á jákvæðan skólabrag. Bekkjarfundir, samstundir, vinaliðaverkefni og núvitund stuðla að góðum og jákvæðum skólabrag. Að auki er skólinn í samstarfi við leikskóla í hverfinu varðandi vináttuverkefni Barnaheilla.
Í Hörðuvallaskóla einkennist nám og kennsla af áhugaverðum og markvissum verkefnum. Nemendur hafa tækifæri til að hafa áhrif á nám sitt og eiga gagnrýna samræðu um það. Eru meðvitaðir um hvert er stefnt og fá markvissa endurgjöf frá kennurum á leiðinni.
Einkunnarorð skólans eru: Það er gaman í skólanum! Og tekur allt starf skólans mið af þeim. Hörðuvallaskóli er einn stærsti grunnskóli landsins og jafnframt einn sá öflugasti. Nemendur skólans fá tækifæri til að rækta styrkleika sína og við útskrifum ábyrga, sjálfstæða, sjálfsörugga og samskiptahæfa nemendur. Skólinn er eftirsóttur vinnustaður fyrir nemendur og starfsfólk og nýtur álits fyrir framsækið og þróttmikið starf. Samskipti innan skólans eru uppbyggileg og einkennast af gagnkvæmri virðingu.

Stuðningsfulltrúi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 70% - 100% starf.
Í Hörðuvallaskóla eru um 520 nemendur í 1.- 7. árgangi og um 100 starfsmenn. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf og unnið er eftir uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Gildi skólans eru virðing, heiðarleiki og þrautseigja.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Um tímabundna ráðningu er að ræða út skólaárið með möguleika á áframhaldi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
- Vinna eftir áætlun sem kennari hefur útbúið
- Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
- Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustunda
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mjög góð íslenskukunnátta bæði í töluðu máli og rituðu.
- Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
- Reynsla af starfi með börnum er æskileg
- Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
- Skipulagshæfni og hæfni til faglegra og sjálfstæðra vinnubragða
- Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur18. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Baugakór 38, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Kennarar - Skarðshlíðarleikskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennari- Leikskólinn Hvammur
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal
Borgarbyggð

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Starfsmaður í frístundarstarfi fyrir ungmenni með stuðningsþarfir
Reykjanesbær

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Eyrarskjól á Ísafirði - Kjarnastjóri/Deildarstjóri
Hjallastefnan leikskólar ehf.

Ævintýraborg við Nauthólsveg óskar eftir leikskólakennara
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Aðstoðarleikskólastjóri óskast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Smíðakennari óskast í Kársnesskóla
Kársnesskóli