
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla
Laus er til umsóknar staða frístundaleiðbeinanda við Eskifjarðarskóla. Starfið er í lengdri viðveru, Dvölinni eftir hádegi og vinnutími er frá 13:00 til 16:15. Við Eskifjarðarskóla starfar samhentur hópur starfsfólks.
Í Eskifjarðarskóla eru 140 nemendur í 1. til 10. bekk, lögð er áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, vellíðan nemenda og góð samskipti. Leitað er að metnaðarfullum og skapandi einstaklingum sem tilbúnir eru að ganga til liðs við samhentan hóp starfsfólks. Í skólanum eru einnig til húsa: tónlistarskólinn, bókasafn bæjarins, elsta deild leikskólans og frístundin.
Einkunnarorð skólans eru: áræði, færni, virðing og þekking.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar yfirmann frístundar við dagleg störf í frístund
- Hjálpar nemendum við að skipuleggja og framkvæma ýmis þroskandi verkefni
- Gefur nemendum tækifæri til að stunda heilsusamlega hreyfingu og þroskandi leiki jafnt inni sem úti
- Aðstoðar nemendur í kaffi-og matartímum
- Gætir fyllsta öryggis í vinnu með nemendum og forðast þær aðstæður sem geta reynst geta hættulegar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af starfi með börnum er æskileg.
- Sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Frumkvæði og skipulagshæfni.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Færni í að eiga gott samstarf við stjórnendur og samstarfsmenn.
Fríðindi í starfi
Íþrótta- og tómstundarstyrkur
Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur21. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Kennarar - Skarðshlíðarleikskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennari- Leikskólinn Hvammur
Hafnarfjarðarbær

Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal
Borgarbyggð

Starfsmaður í frístundarstarfi fyrir ungmenni með stuðningsþarfir
Reykjanesbær

Stuðningsfulltrúi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Eyrarskjól á Ísafirði - Kjarnastjóri/Deildarstjóri
Hjallastefnan leikskólar ehf.

Leikskólinn Reykjakot óskar eftir leikskólakennara eða leiðbeinanda
Leikskólinn Reykjakot

Ævintýraborg við Nauthólsveg óskar eftir leikskólakennara
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Aðstoðarleikskólastjóri óskast í leikskólann Ævintýraborg við Nauthólsveg
Ævintýraborg við Nauthólsveg

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð