Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Leikskólastjóri - Hraunvallaleikskóli

Öflugur og faglegur leiðtogi óskast í stöðu leikskólastjóra í Hraunvallaleikskóla. Leitað er eftir einstaklingi sem býr yfir góðum samstarfshæfileikum, er lausnamiðaður og hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda metnaðarfullu leikskólastarfi.

Hraunvallaleikskóli er staðsettur á Völlunum í Hafnarfirði í sama húsnæði og Hraunvallaskóli sem stuðlar að samþættu námi barnanna frá því þau stíga sín fyrstu skref í leikskóla að sextán ára aldri. Gildi skólanna tveggja eru vinátta, samvinna og ábyrgð sem endurspegla allt starf leikskólans. í Hraunvallaleikskóla er unnið eftir hugmyndafræði John Dewey um virka þátttöku barnsins í námi með áherslu á leik og samfélagslega þátttöku barna. Faglegt starfsumhverfi Hraunvallaleikskóla einkennist af virðingu fyrir öllum með fjölbreytileikann að leiðarljósi.

Í Hafnarfirði eru íbúar um 30.000, sveitarfélagið rekur 17 leikskóla og er með þjónustusamning við tvo til viðbótar. Hafnarfjarðarbær er heilsueflandi vinnustaður og styður við heilsueflingu starfsmanna sinna með fjölbreyttum hætti.

Markmið mennta- og lýðheilsusviðs er að vera faglegt og framsækið forystuafl í mennta-, æskulýðs- og íþróttamálum og veita börnum og fjölskyldum í bænum heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð íbúa að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu Hafnarfjarðarbæjar.
  • Veita leikskólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri leikskólans.
  • Bera rekstrarlega ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
  • Sér um ráðningar starfsmanna, gerð ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipuleggur vinnutíma starfsmanna og vinnutilhögun.
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf sem kennari
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða kostur
  • Stjórnunarreynsla og víðtæk þekking/reynsla af leikskólastarfi
  • Leiðtogafærni
  • Áhugi á skólaþróun og faglegur metnaður
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót
  • Þekking á rekstri og opinberri stjórnsýslu
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum

Nánari upplýsingar veitir Árný Steindóra Steindórsdóttir deildarstjóri leikskólamála, [email protected]

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ

Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2025

Umsókn um starfið þarf að fylgja greinagóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum umsækjanda, menntun, stjórnunarreynslu og hæfni til að sinna starfi leikskólastjóra ásamt afriti af prófskírteini.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynja í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Auglýsing birt4. nóvember 2025
Umsóknarfrestur19. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar