Pure North
Pure North

Verkefnastjóri markaðs og sölumála.

Pure North er ört vaxandi fyrirtæki sem starfar á sviði umhverfismála. Félagið rekur m.a. einu plastendurvinnslu landsins ásamt ráðgjafateymi í úrgangsmálum og hugbúnaðrþróun á sviði á sviði umhverfismála hér á landi. Félagið starfrækir einnig starfsstöð í Noregi.

Nú leitum við að framúrskarandi einstakling til að vinna náið með framkvæmda og þóunardeild fyrirtækisins. Verkefnið er fjölbreytt og snýst m.a. um að greina markaðsstækifæri, skipulagningu og fylgja eftir stafrænni markaðssetningu fyrir lausnir og þjónustu Purte North.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Greining og hámörkun sölutækifæra
  • Ábyrgð á sýnileika á stafrænum miðlum og auka notendaupplifun
  • Greining og eftirfylgni á árangri starfrænnar markaðssetningar
  • Þátttaka í gerð söluáætlana
  • Samvinna og samskipti í ýmsum verkefnum á sölu- og markaðssviði
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Reynsla af sölu- og markaðsmálum 
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Góð tölvu- og greiningarfærni
  • Frumkvæði, metnaður, þjónustuvilji og vandvirkni
  • Jákvætt viðmót og færni mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Skipulagshæfileikar

 

Auglýsing birt21. ágúst 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Bjargargata 1, 102 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar