Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Markaðsfulltrúi hjá Hörpu

Við leitum að framúrskarandi liðsmanneskju í markaðsteymi Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í 80% starf.

Viðkomandi þarf að vera kröftug, hugmyndarík, jákvæð, markmiða- og söludrifin manneskja og hafa metnað til að taka þátt í að efla Hörpu sem tónlistar- og ráðstefnuhús og áfangastað á heimsmælikvarða.

Hlutverk Hörpu er að vera vettvangur fyrir tónlistar- og menningarlíf sem og hvers konar ráðstefnur, fundi og samkomur, innlendar og erlendar. Hlutverk hússins er jafnframt að vera menningarmiðstöð fyrir alla landsmenn og áfangastaður innlendra og erlendra ferðamanna. Markmið félagsins er að efla íslenskt tónlistar- og menningarlíf, styrkja stöðu Íslands á sviði ráðstefnuhalds og ferðaþjónustu og stuðla að öflugu mannlífi í miðborginni. Harpa hefur hlotið fjölda viðurkenninga og alþjóðlegra verðlauna fyrir byggingarlist og aðstöðu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innsetning á efni og þátttaka í þróun á vef Hörpu 

  • Hugmyndavinna og efnissköpun fyrir samfélagsmiðla 

  • Uppsetning og útsending markpósta og kannana. 

  • Efnissköpun, hugmyndavinna, utanumhald og þróun innranets 

  • Utanumhald með auglýsingaplássum Hörpu, skiltum og skjáum og merkingum húsnæðis 

  • Þátttaka í innri og ytri markaðsaðgerðum 

  • Úrvinnsla markaðs- og fræðsluefnis fyrir net- og samfélagsmiðla 

  • Önnur tilfallandi markaðsverkefni 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun með áherslu á markaðsfræði er kostur. 

  • Reynsla af markaðsstarfi nauðsynleg, að lágmarki þrjú ár. 

  • Góð þekking og reynsla af stafrænni markaðssetningu. 

  • Reynsla af grafískri vinnu og þekking á vinnsluforritum. 

  • Þekking og reynsla af ljósmyndun er kostur.  

  • Þekking á vefumsjónarkerfum er kostur.  

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta.  

  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar. 

  • Frumkvæði, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð og mikill metnaður til að ná árangri. 

  • Geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum verkefnum á sama tíma.  

 

Auglýsing birt3. september 2024
Umsóknarfrestur23. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AuglýsingagerðPathCreated with Sketch.Email markaðssetningPathCreated with Sketch.Leitarvélabestun (SEO)PathCreated with Sketch.MarkaðsrannsóknirPathCreated with Sketch.Markaðssetning á netinuPathCreated with Sketch.RitstýringPathCreated with Sketch.Skilgreining markhópa
Starfsgreinar
Starfsmerkingar