Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Verkefnastjóri bygginga

Isavia óskar eftir að ráða metnaðarfullan verkefnastjóra fasteigna í nýja deild Eignastýringar. Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur góða fagþekkingu á sviði bygginga og viðhalds.

Verkefnastjóri tilheyrir teymi Rekstrarstjóra fasteigna og hefur meðal annars umsjón með skráningu eigna í eignastýringakerfi Isavia, gerð viðhalds- og kostnaðaráætlana og sinnir eftirfylgni með viðhaldi bygginga, ásamt bílastæðum, göngustígum og merkingum sem þeim tengist.

Fasteignir sem tilheyra verksviði verkefnastjóra er Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk annarra fasteigna utan flugstöðvar. Einnig bílastæði, göngustígar, merkingar og gatnakerfi við flugstöðina.

Helstu verkefni:

  • Verkefnastýring
  • Gerð verk- og viðhaldsáætlana
  • Innleiðing viðhaldsáætlana og eftirfylgni með viðhaldi
  • Gerð kostnaðaráætlana
  • Innkaup vegna verkefna og kostnaðareftirlit
  • Skráningar í eignastýringarkerfi Isavia
  • Þátttaka og rýni í uppbyggingar- og framkvæmdaverkefnum
  • Samskipti við ýmsa hagaðila, hönnuði, verktaka og birgja
  • Þátttaka í gerð og uppfærsla verklagsreglna og viðbragðsáætlana

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun í byggingariðnfræði, byggingarfræði, byggingartæknifræði eða -verkfræði eða sambærilegt
  • Sveinspróf í húsasmíði er kostur
  • Reynsla af rekstri eða hönnun bygginga er kostur
  • Góð ensku- og íslenskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákveðni
  • Gild ökuréttindi eru skilyrði

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristín Erla Einarsdóttir, í gegnum netfangið kristin.einarsdottir@isavia.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing stofnuð10. apríl 2024
Umsóknarfrestur24. apríl 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar