VSB verkfræðistofa
VSB verkfræðistofa
VSB verkfræðistofa

Hönnuður lagna- og loftræsikerfa

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða öflugan einstakling í starf hönnuðar lagna- og loftræsikerfa. Hönnuður lagna- og loftræsikerfa starfar á byggingasviði VSB. Um framtíðarstarf er að ræða og í boði eru spennandi verkefni í frábæru starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun lagna- og loftræsikerfa og gerð séruppdrátta auk annarra tilheyrandi verkefna við undirbúning og eftirfylgni framkvæmda
  • Gerð útboðsgagna, kostnaðaráætlana, skýrslna
  • Önnur almenn ráðgjöf og hönnun
  • Ábyrgð á gerð og gæðum hönnunargagna í samræmi við gæðakerfi og stefnu VSB
  • Að fylgjast með í samráði við fagstjóra, faglegri þróun í faggreininni þ.m.t. bóka-útgáfu, tímaritum, greinaskrifum, hugbúnaði o.s.frv.
  • Samskipti við samstarfsaðila í hönnunarverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verk- eða tæknifræðimenntun
  • Starfsreynsla úr greininni
  • Iðnmenntun í tengdri starfsgrein er kostur (s.s. pípulögnum)
  • Sköpunargleði og lausnamiðuð hugsun
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Góð kunnátta á Revit
  • Brennandi áhugi að þróa verklag við hönnun
Auglýsing stofnuð19. apríl 2024
Umsóknarfrestur6. maí 2024
Staðsetning
Bæjarhraun 20, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AutoCadPathCreated with Sketch.Revit
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar