Deloitte
Deloitte
Deloitte

Lausnamiðaður ráðgjafi

Upplýsingatækniráðgjöf Deloitte leitar að öflugum einstaklingi til að ganga til liðs við fjölbreyttan hóp sérfræðinga sem sinna alls kyns ráðgjafaverkefnum fyrir viðskiptavini sína dag frá degi í mismunandi geirum atvinnulífsins.

Í starfi þínu sem ráðgjafi (Business Analyst) muntu njóta þín ef þú ert drífandi að eðlisfari, býrð yfir mikilli greiningarfærni og ef þér finnst spennandi að takast á við og leysa vandamál t.d. tengd ferlum, rekstri og tækni.

Um Deloitte

Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga okkar og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði (sameiginlega vísað til sem „félög Deloitte"). Hjá Deloitte starfa um 457.000 sérfræðingar sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Úrlausn vandamála: Takast á við áskoranir í rekstri viðskiptavina okkar, greina stöðuna og koma með tillögur að lausnum  
  • Greina viðskiptaferla: Kafa ofan í viðskiptaferla, finna hvað betur má fara og stinga upp á gagnadrifum lausnum

  • Samskipti við viðskiptavini: Vinna í teymi að lausnum fyrir viðskiptavini okkar, greina þarfir þeirra og miðla lausnum til þeirra með áhrifaríkum hætti

  • Kynning á niðurstöðum: Að umbreyta flóknum og huglægum málefnum eða úrlausnarefnum yfir í skýrar og markvissar kynningar eða skýrslur 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun: Háskólapróf sem nýtist í starfi - þú hefur nýlega lokið eða ert að ljúka BS námi í t.d. verkfræði, viðskiptafræði eða tölvunarfræði
  • Greiningarfærni: Gagnrýnin hugsun og færni til að greina flókin viðfangsefni og sjá leiðir til úrlausnar 

  • Forvitni: Það er þér eðlislægt að kynna þér ólík viðfangsefni, tækni og aðferðafræði. Þú hefur gaman að því að takast á við ný og krefjandi verkefni 

  • Ráðgjafafærni: Skilningur á aðferðafræði ráðgjafar og vilji til að þróa þá færni 

  • Kynningarfærni: Geta til að skipuleggja og kynna hugmyndir með einföldum, skýrum og áhrifaríkum hætti hvort sem er á ensku eða íslensku  

  • Þjónustulund: Færni til að setja þig í spor viðskiptavina og hæfni til að vera í samskiptum við fjölbreyttan hóp þeirra 

  • Góð enskukunnátta í ræðu og riti

Það kann enginn allt frá fyrsta degi. Þú færð viðeigandi þjálfun og munt vaxa með teymunum okkar. Ef þú hefur vilja til að vaxa, forvitni og færni til að setja þig inn í ólíka málaflokka og metnað til að þróast í starfi viljum við endilega heyra í þér. 

Fríðindi í starfi
  • Frábært mötuneyti sem býður upp morgunmat, hádegismat og möguleika að kaupa matarbakka með heim á kvöldin. 

  • Veglegur líkamsræktarstyrkur, virkt starfsmannafélag og gott félagslíf 

  • Áhrif til góðs - einn launaður dagur á ári til að sinna sjálfboðastarfi 

  • Virkir starfsfélagar t.d. hlaupahópur, fótbolti í hádeginu svo eitthvað sé nefnt 

Auglýsing stofnuð26. apríl 2024
Umsóknarfrestur10. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.TölvunarfræðingurPathCreated with Sketch.VerkfræðingurPathCreated with Sketch.Viðskiptafræðingur
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar