Fjármála og efnahagsráðuneytið
Fjármála og efnahagsráðuneytið
Fjármála og efnahagsráðuneytið

Sérfræðingur í fjármálum, greiningum og áætlanagerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framúrskarandi sérfræðingi til að sinna spennandi verkefnum á sviði áætlanagerðar og greininga á fjármálum hins opinbera. Markmið starfsins snýr að auknum árangri og hagkvæmni í rekstri ríkisins, auk stefnumótunarvinnu í samstarfi við lykilaðila í opinberum fjármálum. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður, hafa góða greiningarhæfni og sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Starfið krefst samskiptahæfni og getu til að ávinna sér traust samstarfsaðila.

Starfið er á skrifstofu opinberra fjármála sem hefur yfirumsjón með stefnumörkun og áætlanagerð í opinberum fjármálum, annast verkstjórn, ráðgjöf og eftirlit með gerð fjármálaáætlunar og fjárlaga og ber ábyrgð á samhæfingu opinberra fjármála.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Ááætlanagerð  (m.a. fjárlög og fjármálaáætlun).

·         Samvinna við fagráðuneyti og þátttaka í útgjaldaathugunum og stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka ráðuneyta.

·         Greiningar á lykilupplýsingum í rekstri og starfsemi ríkisins, ásamt horfum og þróun til lengri tíma.

·         Þróun reiknilíkana og gagnasafna er tengjast áætlanagerð.

·         Yfirferð á fjárhagslegum skuldbindingum vegna samninga og lagafrumvarpa.

·         Framsetning upplýsinga og kynningar á stöðu opinberra fjármála fyrir innlendum og erlendum aðilum.

Menntunar- og hæfniskröfur

»         Meistaragráða sem nýtist í starfi , t.d. á sviði hagfræði, viðskiptafræði  eða verkfræði.

»         Þekking og reynsla á fjármálum og áætlanagerð.

»         Reynsla af greiningu fjármálalegra og annarra tölulegra upplýsinga.

»         Góð  færni í hagnýtingu gagnavinnsluforrita til að greina og miðla tölulegum upplýsingum.

»         Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfni til að taka virkan þátt í teymisvinnu.

»         Þekking og reynsla af stefnumótun og árangursstjórnun er kostur.

»         Þekking á efnahagsmálum og starfsemi ríkisins er kostur.

»         Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er nauðsynlegt.

Auglýsing stofnuð7. maí 2024
Umsóknarfrestur27. maí 2024
Tungumálakunnátta
EnskaEnskaFramúrskarandi
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Reykjavík, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar