PwC
PwC
PwC

Vilt þú kynnast störfum endurskoðanda?

Vilt þú styrkja hæfni þína á sviði endurskoðunar og reikningsskila í alþjóðlegu umhverfi?

Við leitum að BS eða Macc nemum með áhuga á endurskoðun og reikningsskilum til starfa á skrifstofu okkar í Reykjavík. Við bjóðum upp á sveigjanlegt starfshlutfall og tækifæri til að vaxa í starfi. Þetta starf er tilvalið fyrir aðila sem eru í námi eða nýútskrifuð og langar að öðlast frekari starfsreynslu hjá sterku fyrirtæki og kynnast betur starfi endurskoðanda.

Viðkomandi mun starfa í fjölbreyttum verkefnum undir handleiðslu sérfræðinga í endurskoðun og reikningsskilum og mynda náin tengsl við bæði löggilta endurskoðendur og aðra sérfræðinga í endurskoðun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd endurskoðunar og reikningsskila fjölbreyttra fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og annarra lögaðila
  • Þátttaka í uppgjörum og uppsetningu ársreikninga
  • Önnur tengd og tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Skráð/ur í BS/Macc nám í viðskiptafræði, hagfræði eða tengdum námsgreinum
  • Starfsreynsla í skrifstofuumhverfi og bókhaldi er kostur

  • Metnaður til að ná árangri í starfi

  • Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð

  • Hæfni til að vinna í hóp

  • Sjálfstæði, frumkvæði og sterk samskiptahæfni

Auglýsing stofnuð23. apríl 2024
Umsóknarfrestur21. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar