Fjármála og efnahagsráðuneytið
Fjármála og efnahagsráðuneytið
Fjármála og efnahagsráðuneytið

Hagfræðingur á skrifstofu skattamála

Fjármála- og efnahagsráðuneytið leitar að framúrskarandi hagfræðingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði áætlanagerðar, greininga og skattamála. Starfið felur auk þess í sér þátttöku í stefnumörkun og ráðgjöf.

Skrifstofa skattamála tekur þátt í mótun stefnu í skattamálum og tekjuöflun ríkisins. Meðal verkefna skrifstofunnar er undirbúningur og gerð lagafrumvarpa á sviði skattamála ásamt mati á áhrifum fyrirhugaðra skattbreytinga. Skrifstofan undirbýr setningu heildarmarkmiða um tekjuöflun ríkissjóðs og hins opinbera og hefur umsjón með tekjuáætlun fjárlaga og áætlana auk þess að sinna samtímavöktun á innheimtu og greiningu tekna og þróun einstakra skattstofna. Skrifstofan tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi og annast undirbúning og gerð tvísköttunar­samninga.

Helstu verkefni og ábyrgð

»            Þátttaka í stefnumörkun og áætlanagerð er varðar tekjuöflun ríkissjóðs.

»            Gagnavinnsla og greining á horfum og þróun til lengri tíma.

»            Almenn umfjöllun í ræðu og riti um skattamál og tekjuöflun ríkissjóðs.

»            Stuðningur og ráðgjöf vegna skatta- og tekjumála almennt.

»            Ýmis nefndarstörf og þátttaka í starfshópum á verkefnasviði skrifstofunnar.

»            Samskipti við innlendar og erlendar stofnanir og hagaðila á sviði skattamála.

Menntunar- og hæfniskröfur

»            Meistaragráða á sviði hagfræði eða tengdum greinum.

»            Reynsla af áætlanagerð og greiningarvinnu sem nýtist í starfi.

»            Góð þekking og reynsla af hagnýtingu og þróun reiknilíkana og gagnasafna, reynsla af notkun hagrannsóknaforrita á borð við Eviews og R kostur.

»        Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, auk hæfni til að taka virkan þátt í teymisvinnu.

»            Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði.

Auglýsing stofnuð24. apríl 2024
Umsóknarfrestur13. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Reykjavík, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar