Veitingastjóri óskast á veitingastað í Tórshavn
(English below)
Við leitum að ástríðufullum veitingastjóra til starfa á veitingastaðnum Katrina Christiansen í Færeyjum. Heillandi umhverfi, framúrskarandi matur og heimilslegt andrúmsloft einkenna þennan sögufræga veitingastað. Veitingastaðurinn er þekktur fyrir tapasrétti sem eru innblásnir af færeyskri matargerð og matreiddir úr fyrsta flokks færeyskum hráefnum.
Ert þú í leit að spennandi tækifæri þar sem þú getur haft áhrif á þjónustu og upplifun gesta? Þá gæti þetta starf verið tilvalið fyrir þig!
Þú getur lesið meira um Katrina Christiansen á heimasíðunni okkar: www.katrina.fo.
Helstu verkefni
-
Tryggja framúrskarandi þjónustu og hámarka upplifun gesta
-
Daglegur rekstur og stjórnun veitingastaðarins.
-
Sjá um hagkvæman og sjálfbæran rekstur.
-
Starfsmannastjórnun og vaktaplan
-
Byggja upp jákvætt vinnuumhverfi með góðri leiðtogahæfni.
Hæfniskröfur
-
Reynsla af sambærilegu starfi eða reynsla úr veitingageiranum.
-
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund.
-
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
-
Skipulagshæfileikar og geta til að taka ábyrgð.
-
Jákvætt viðmót
Laun
Við bjóðum samkeppnishæf laun. Við getum aðstoðað við að útvega húsnæði.
Umsókn
Sótt er um starfið með því að senda ferilskrá og kynningarbréf á veitingastjórann okkar, Peter Hentze, á netfangið: ph@hafnia.fo.
Ef þú hefur spurningar um starfið, er þér velkomið að hafa samband við hann á sama netfangi.
Umsóknarfrestur er til 09/02-2025. Unnið er úr umsóknum jafnóðum. Fyrsti starfsdagur er samkvæmt samkomulagi.
Um Katrina Christiansen
Katrina Christiansen er heillandi og sögufrægur veitingastaður í hjarta Tórshavn. Þar bjóðum við meðal annars upp á ljúffenga tapasrétti innblásna af færeyskri matarmenningu og náttúru.
Þetta er ekki bara veitingastaður heldur má einnig segja að þetta sé eins konar safn. Húsið er varðveitt í eins upprunalegu ástandi og mögulegt er og þar má finna marga forna muni úr langri sögu hússins.
------------------------------------------------------------------------------------------
Restaurant Manager for our charming Restaurant in the Heart of Tórshavn, The Faroe Islands
We are currently seeking a passionate Restaurant Manager to join the management team of our charming restaurant, Katrina Christiansen, located in the Faroe Islands.
Charm, exceptional food, a homely atmosphere, and coziness characterize our historic restaurant, which offers dishes inspired by the tapas style, crafted with exquisite Faroese ingredients.
Are you looking for an exciting opportunity where you can influence the service and guest experience? If so, this position might be perfect for you!
Learn more about Katrina Christiansen on our website: www.katrina.fo.
Responsibilities
- Ensure a high level of service and quality that provides guests with an exceptional experience.
- Manage efficient and sustainable operations.
- Coordinate work distribution and create shift schedules.
- Foster a positive work environment through your leadership skills.
- Actively participate in the restaurant's daily tasks.
We hope you:
- Are eager to make an impact, have experience in the hospitality industry, and is passionate about delivering excellent service.
- Value good collaboration with colleagues, maintain positive energy, and always bring a smile.
Employment Terms
Salary and terms of employment are according to agreement.
Application
Apply for the position by sending your CV and application to our F&B Manager, Peter Hentze, at ph@hafnia.fo. If you have any questions about the position, feel free to contact our F&B Manager via the same email.
The application deadline is 09th of February 2025, but we will review applications on an ongoing basis and the job posting will be removed once the position is filled.. The position starts by agreement.