Matartíminn
Matartíminn er í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Við sérhæfum okkur í þjónustu við mötuneyti, með sérstakri áherslu á leik- og grunnskóla.
Frá því að Matartíminn var stofnaður árið 2017 höfum við lagt okkur fram við að auka hlut íslenskra afurða í matarræði landsmanna — ekki síst með því að koma skólabörnum snemma á bragðið með fersku og safaríku íslensku grænmeti.
Sérfæði
Mikilvægur hluti af starfsemi okkar er öflugt ofnæmiseldhús. Þar vinnur sérhæft matreiðslufólk með reynslu og þekkingu á matreiðslu sérfæðis af öllu tagi. Við leggjum áherslu á að þjóna öllum sem þurfa á sérfæði að halda, hvort sem það er vegna ofnæmis eða lífsskoðunar. Matartíminn hefur ávallt veganrétti í boði fyrir þá sem þess óska.
Matreiðslufólkið okkar lumar á ýmsum bragðgóðum leiðum til að uppfylla sérþarfir í mataræði, hvort sem þær stafa af fæðuofnæmi eða trúarbrögðum. Við viljum spanna allt litrófið með fjölbreyttu framboði af hollum og bragðgóðum mat.
Íslenskt grænmeti
Auk þess að bjóða upp á ferskt grænmeti allt árið þá leggjum við okkur fram við að fullnýta uppskeru grænmetisbænda og draga úr matarsóun. Vörur íslenskra grænmetisbænda eru allar kolefnisjafnaðar og stutt að sækja í nærliggjandi sveitir.
Öllu hráefni er pakkað í höfuðstöðvum SFG áður en öflugt dreifikerfi Matartímans tekur við og kemur sendingum til viðkomandi mötuneyta. Þar tekur starfsfólk okkar við hráefninu, eldar matinn og framreiðir.
Matartíminn - eldhússtarf
Um er að ræða störf í eldhúsi í grunn- og leikskólum, bæði staðbundið í skólum og í afleysingar þ.e. að leysa af í eldhúsum þar sem starfsfólk vantar. Í boði er 50% og 100% starf. Nauðsynlegt er að viðkomandi tali íslensku eða ensku. 100% starf er frá klukkan 8-16 og 50% starf er frá klukkan 9-13.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hitun/eldun og framsetning á mat. Frágangur eftir mat. Eftirfylgni með gæðamálum s.s. hitastigsskráningar, þrifaskráningar og mótttaka á aðföngum.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Íslensku eða ensku kunnátta. Samskiptahæfni, samviskusemi og gleði. Reynsla úr mötuneyti er kostur og heilsuhreysti.
Auglýsing birt17. janúar 2025
Umsóknarfrestur24. janúar 2025
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Brúarvogur 1-3 1R, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Sumarstörf 2025 - Veitingaþjónusta
Landspítali
Óskum eftir matreiðslumanni í afleysingar í 6-8 vikur
Kvíslarskóli
Matreiðslumaður / Chef
Hótel Grímsborgir
Aðstoð í eldhúsi og deildum leikskóla-Leikskólinn Tjarnarás
Hafnarfjarðarbær
Matráður við Reykhólaskóla
Reykhólahreppur
Matreiðslumaður/aðstoð í elhús/chef/ass
Mulligan GKG
Óskum eftir aðstoðarmanni í eldhús / aðstoðarmatráð
Hjallastefnan
Starfsmaður í eldhús- hlutastarf - Kitchen staff on extra
Stúdentakjallarinn
Matsveinn í mötuneyti
Landsbankinn
Aðstoð í eldhúsi/mötuneyti 100% starf framtíðarstarf
Kokkarnir Veisluþjónusta
Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ - mötuneyti
Skólamatur
Starfsmaður í býtibúr
Landspítali