Rolf Johansen & Co.
Rolf Johansen & Company ehf. (RJC) var stofnað af Rolf Johansen (f.1933 – d.2007) árið 1957. Fyrstu árin verslaði fyrirtækið nánast eingöngu með Bridgestone dekk. Síðar hófst innflutingur á annars konar vörum, t.a.m. Lancome snyrtivörum og tóbaksvörum.
RJC þjónustar alla anga markaðarins, s.s. matvælaverslanir, bensínstöðvar, söluturna, hótel- og veitingastaði, fríhafnir, flugfélög og skipaverslanir.
Árið 1987 byggði fyrirtækið núverandi skrifstofur sínar við Skútuvog 10a í Reykjavík. Lagerstarfsemi og dreifingu er úthýst en 12 starfsmenn RJC sinna að mestu sölu- og markaðsstörfum.
Sölufulltrúi í áfengisdeild
Gullið tækifæri fyrir kraftmikinn aðila til að slást í hressan hóp starfsfólks. Rolf Johansen & Co er leiðandi í innflutningi á mörgum af helstu áfengis- og tóbaksvörumerkjum heims. Við bjóðum gæðavörur sem gaman er að selja og leggjum áherslu á framúrskarandi þjónustu. Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af góðum hópi er Rolf Johansen & Co rétti staðurinn fyrir þig.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg samskipti, heimsóknir og sala til viðskiptavina.
- Greining sölutækifæra ásamt því að stofna til nýrra viðskiptasambanda.
- Ýmis þjónusta og fagleg ráðgjöf til viðskiptavina.
- Uppbygging vörumerkja og vörukynningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Söluhæfileikar, jákvæðni og skipulagshæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Drifkraftur og metnaður til að ná árangri í starfi.
- Þekking og reynsla sem nýtist í starfi.
- Áhugi á vöruúrvali okkar og metnaður fyrir góðri vöruþekkingu.
- Rík þjónustulund.
- Gott vald á íslensku og ensku.
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun, góða vinnuaðstöðu og hvetjandi starfsanda.
- Spennandi, líflegt og sveigjanlegt vinnuumhverfi.
- Árlegan styrk til heilsuræktar.
Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur10. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
FramúrskarandiNauðsyn
Enska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Skútuvogur 10, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurÖkuréttindiSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSölumennskaSveigjanleikiViðskiptasamböndÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Afburðar sölumaður
Northern Industries
Sölufulltrúi dagvöru
Hagvangur
Sölu- og þjónusturáðgjafi - Verslun Akureyri
Vodafone
Sölumaður vara- og aukahlutaverslun
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Fyrirtækjaráðgjafi
Nova
Ert þú frábær sölumaður?
Tryggja
Löggiltur fasteignasali og nemi í löggildingarnámi.
Trausti fasteignasala ehf.
Veitingastjóri óskast á veitingastað í Tórshavn
Katrina Christiansen
Heilsa - Sölufulltrúi afleysing
Heilsa
Sölumaður - Bobcat vinnuvélar og tæki
PON ehf
Þjónusta í apóteki - Selfoss (Afleysingar- og sumarstarf)
Apótekarinn
Starfsmaður í pökkun og framleiðslu
Nonni litli ehf