Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness

Umsjónarmaður skólahúsnæðis í Barnaskóla Kársness

Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem mun hýsa fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Unnið er að uppbyggingu skólans og mun byggingin verða öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.

Við leitum að öflugum einstaklingi sem hefur áhuga á að taka þátt í spennandi verkefnum í tengslum við opnun þessa nýja og glæsilega skóla.

Ráðið verður í starfið frá 1. maí 2025 en skólinn verður opnaður 1. ágúst 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hefur daglegt eftirlit með húsnæði og þrifum skólans, húsgögnum, áhöldum og lóð.
  • Sinnir daglegri verkstjórn skólaliða og skipuleggur störf þeirra við þrif, gæslu, aðstoð í mötuneyti/matsal og önnur dagleg störf.
  • Sinnir minniháttar viðhaldi á eignum og búnaði, tilkynnir um frekari viðhaldsþörf, jafnt innanhúss sem utan og á samskipti við eignasvið Kópavogsbæjar.
  • Sér um að hiti, lýsing og loftræsting sé fullnægjandi og að öll kerfi starfi rétt.
  • Sér um aðgangsstýringar skólahúsnæðis.
  • Stillir upp fyrir og aðstoðar við stærri fundi eða viðburði í skólanum.
  • Sér um að sorp sé fjarlægt og lóðir þrifalegar.
  • Sér um snjómokstur og hálkueyðingu við innganga skólans sem og samskipti við þjónustumiðstöð vegna moksturs/hálkueyðingar á stærri svæðum.
  • Sér um innkaup á hreinlætis- og rekstrarvörum og öðru sem snýr að viðhaldi húss og búnaðar.
  • Sinnir ýmsum útréttingum fyrir skólann.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun er kostur.
  • Mjög góð almenn verk- og tæknikunnátta.
  • Reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af stjórnun verkefna og starfsmannahópa æskileg.
  • Þjónustulipurð og góð hæfni í samskiptum.
  • Reglusemi, samviskusemi, snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki.
  • Góð skipulagshæfni og sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Almenn ökuréttindi og þarf að hafa bíl til umráða. Greitt er kílómetragjald vegna sendiferða samkvæmt kjarasamningi.
  • Góð færni í íslensku, töluðu og rituðu máli.
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing birt1. apríl 2025
Umsóknarfrestur15. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skólagerði 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar