

Leikskólakennari óskast í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem mun hýsa fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Unnið er að uppbyggingu skólans og mun byggingin verða öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.
Leitað er að öflugum og metnaðarfullum leikskólakennara sem hefur góða hæfni í samskiptum og samstarfi, auk vilja til að þróa framsækið skólastarf. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og umbótadrifinn. Leikskólakennarar taka þátt í að byggja upp jákvæðan skólabrag og skapandi skólastarf í stöðugri þróun í samvinnu við börn, starfsfólk, foreldra og skólayfirvöld.
Þetta er starf fyrir framsækinn og árangursdrifinn einstakling sem vill taka þátt í uppbyggingu og mótun skólastarfs í nýjum skóla, börnum til heilla.
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna
- Tekur þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra
- Vinnur í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
- Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Reynsla af vinnu í leikskóla
- Færni í mannlegum samskiptum, skipulagsfærni og vönduð vinnubrögð
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð íslenskukunnátta
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Styttri vinnuvika












