Bónus
Bónus

Umsjónarmaður fasteigna og tækja.

Bónus óskar eftir öflugum einstaklingi í starf Umsjónarmanns fasteigna og tækja. Starfið felur í sér umsjón með daglegu viðhaldi verslana, búnaði og framkvæmdum af mismunandi stærðargráðu – allt frá reglulegum rekstrarverkefnum til nýbygginga og uppfærslna á verslunum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegu viðhaldi fasteigna og tækjabúnaðar Bónus.
  • Verkstýring stærri framkvæmda og eftirfylgni með minni verkefnum.
  • Samskipti við verktaka og þjónustuaðila.
  • Eftirlit með kostnaði og tímaáætlunum, þar með talið samþykkt reikninga.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Mjög góð samskiptafærni og hæfni til að leiða samstarf.
  • Þekking á öryggisstöðlum og vinnuvernd er kostur.
  • Handlagni og verkvit.
Fríðindi í starfi
  • Vinna í hröðu umhverfi þar sem hugmyndir þínar geta haft raunveruleg áhrif.
  • Byggja upp nýtt lið og vera hluti af sterku teymi sem metur samvinnu og stöðugan lærdóm.
  • Samkeppnishæf laun og fríðindapakki, þar á meðal starfsmannaafsláttur.
  • Mikil tækifæri til faglegs þroska og starfsframa.
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur20. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Norðlingabraut 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar