
Tandur hf.
Fyrirtækið Tandur var stofnað í Reykjavík þann 9. ágúst 1973.
Starfsemi fyrirtækisins snýst um framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum og búnaði til fyrirtækja og opinberra stofnana. Samhliða framleiðslu, sölu og innflutningi er mikil áhersla lögð á faglega og framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til viðskiptaaðila.
Viðskiptavinum Tandur eru boðnar heildarlausnir varðandi þjónustu og vörur til hreinlætis. Má þar nefna gerð þrifaáætlana, uppsetningu sjálfvirkra skömmtunarbúnaða, reglulegt þjónustueftirlit, fræðslu, ráðgjöf og fjölda vöruflokka sem hafa með hreinsun og hreinlæti að gera.

Þjónustufulltrúi tækniþjónustu
Tandur leitar eftir sjálfstæðum einstakling til að sinna fjölbreyttum verkefnum hjá Tandur Tækniþjónustu.
Tandur tækniþjónusta er deild innan Tandur sem sinnir bilanagreiningum og viðgerðum á tækjum og vélbúnaði. Starf er unnið bæði á verkstæði Tandur Tækniþjónustu og á verkstað hjá viðskiptavinum.
Reynsla af viðgerðarþjónustu er skilyrði ásamt víðtækri þekkingu á rafmagni.
Um er að ræða framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki með góðum hóp tæknimanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bilanagreining
- Viðgerðarþjónusta
- Þjónustuskoðanir
- Uppsetning á búnaði
- Samskipti við viðskiptavini og samstarfsfélaga
- Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking á vélum og vélbúnaði.
- Iðnmenntun og/eða reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Ökuréttindi
- Hreint sakarvottorð
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegisverður
- Heilsuræktarstyrkur
Auglýsing birt3. október 2025
Umsóknarfrestur15. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hestháls 12, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiBilanagreiningFagmennskaFrumkvæðiHeiðarleikiJákvæðniMannleg samskiptiNákvæmniSamviskusemiSkipulagStundvísi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í skiltagerð
Merking ehf

Sölumaður
Gluggar og Garðhús ehf

Vélvirki í tæknideild
Myllan-Ora

Rafvirki / Rafeindavirki til starfa í Tæknideild
Nortek

Garðaþjónusta/ Hellulagnir / Snjómokstur
Garðaþjónusta Sigurjóns ehf

Uppsetningar innréttinga
GKS innréttingar

Ertu handlaginn?
GKS innréttingar

Verkamaður í brotajárnsporti
Hringrás Endurvinnsla

Tæknimaður í þjónustuteymi á Norðurlandi
Advania

Tæknimaður
Hegas ehf.

Húsasmiður / Trésmiður - á starfstöð Frost í Garðabæ
Frost

Meiraprófsbílstjóri (C)
Dropp