
Klettur - sala og þjónusta ehf
Saga Kletts og forvera félagsins nær aftur til 1947 og er því óhætt að segja að félagið byggi á traustum grunni sérhæfðrar þekkingar og reynslu. Árið 2010 markaði nýtt upphaf en þá hófst starfsemi Kletts sem tók yfir allan rekstur vélasviðs Heklu. Allar götur síðan hefur Klettur verið leiðandi í sölu og þjónustu sem nær yfir breiða línu vinnuvéla, aflvéla, rafstöðva, lyftara, rafgeyma, hleðslukrana, hjólbarða, vöruflutninga- og hópferðabíla, gíra og skrúfubúnaðar. Klettur býður einnig upp á ýmsan hliðarbúnað og fylgihluti frá þekktum vörumerkjum.
Helstu vörumerki félagsins eru Caterpillar vinnuvélar, aflvélar, rafstöðvar og lyftarar, Perkins aflvélar og rafstöðvar, Scania vöruflutninga- og hópferðabifreiðar, Scania aflvélar og rafstöðvar, Goodyear, Dunlop, Sava, Fulda, og Maxam hjólbarðar, Ingersoll Rand loftpressur, Mitsubishi gufuaflstúrbínur, ZF gírar, Hiab hleðslukaranar og gámakrókar, Scana Volda skrúfu- og gírbúnaður, Ausa vinnuvélar, Multione liðléttingar, Hubtex lyftarar, Hawker neyslurafgeymar, Langendorf vagnar og pallar og Larue snjóblásarar. Félagið hefur starfað í marga áratugi með helstu birgjum sínum og er meðal elstu umboðsaðila þeirra vörumerkja í Evrópu.
Félagið og starfsmenn leggja metnað sinn í að vera leiðandi í sölu og þjónustu á þeim mörkuðum sem félagið vinnur á og að þær vörur og þjónusta sem boðið er uppá hjálpi viðskiptavinum Kletts að ná sem bestum árangri.

Starfsmaður á smurstöð - Einhella Hafnarfirði
Klettur leitar að öflugum starfsmanni á smurstöð Kletts á Einhellu í Hafnarfirði
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framkvæma smurþjónustu á öllum gerðum bíla og tækja
- Framkvæma þjónustuskoðanir eftir stöðlum og gátlistum framleiðanda
- Vinna eftir gæðakerfi Kletts
- Sækja námskeið á vegum Kletts og annarra kennslustofnana
- Framfylgja öryggis- og brunareglugerðum
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking eða reynsla sem nýtist í starfi
- Kunnátta til að fara með bilanagreina, sérverkfæri og önnur tengd verkfæri
- Góð íslensku og/eða enskukunnátta
- Nákvæmni, stundvísi og góð samstarfs- og samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
- Niðurgreiddur hádegisverður.
- Afsláttur af vörum félagsins.
- Íþróttastyrkur / Heilsufarsmæling
- Virkt starfsmannafélag.
Auglýsing birt8. október 2025
Umsóknarfrestur28. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Einhella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
SamviskusemiSmurþjónustaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Ráðgjafi í kjara- og réttindamálum
Sameyki

Starfsmaður í skiltagerð
Merking ehf

Sölumaður
Gluggar og Garðhús ehf

Móttökuritari óskast til starfa
Læknastöðin Orkuhúsinu

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Umsjónarmaður fasteigna og tækja.
Bónus

Fulltrúi í Sölu- og þjónustuver AVIS
Avis og Budget

Vatnsborun ehf. óskar eftir starfsmanni við jarðborun og tækja og vélaviðhald.
Vatnsborun ehf

Receptionist at SPA
Hótel Keflavík - Diamond Suites - Diamond Lounge - KEF Restaurant - KEF SPA & Fitness

Part Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Full Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Þjónustufulltrúi tækniþjónustu
Tandur hf.