
Avis og Budget
Bílaleiga Avis rekur rætur sínar allt aftur til ársins 1946, til borgarinnar Detroit í Michigan. Í dag er bílaleiga Avis heimsþekkt alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í meira en 165 löndum. Avis á Íslandi hefur verið starfandi síðan 1987 og er í dag ein stærsta bílaleiga landsins.
Hjá Avis á Íslandi starfa um 100 manns um land allt með höfuðstöðvar í Reykjavík. Avis er fjölbreyttur og skemmtilegur vinnustaður sem leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu.
Fyrirtækið hlaut jafnlaunavottun 2021 og fjöldann allan af ferðaviðurkenningum.

Fulltrúi í Sölu- og þjónustuver AVIS
ALP hf. (Avis, Budget og Payless) leitar að metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingi í þjónustuver sitt. Ef þú hefur brennandi áhuga á framúrskarandi þjónustu, fagmennsku og góðri upplifun viðskiptavina, þá er þetta starfið fyrir þig!
Um starfið
Sem þjónustufulltrúi í þjónustuveri Avis verður þú hluti af framsæknu og skemmtilegu teymi.
Starfið felur í sér:
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf um vörur fyrirtækisins, sem snúa að bílaleigu til skemmri og lengri tíma.
- Þjónustu við viðskiptavini með áherslu á jákvæða upplifun og lausnamiðaða nálgun.
- Ýmis tilfallandi verkefni tengd daglegri starfsemi þjónustuversins.
Við leitum að einstaklingi sem:
- Er þjónustulipur, stundvís og jákvæð/ur.
- Nýtur þess að vinna í teymi og býr yfir góðum samskipta- og skipulagshæfileikum.
- Hefur góða tölvukunnáttu og færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
Við bjóðum:
- Fullt starf í 2-2-3 vaktafyrirkomulagi frá kl. 08:00 – 16:00.
- Fjölbreytt og lifandi vinnuumhverfi í ört vaxandi alþjóðlegu fyrirtæki.
- Frábært starfsumhverfi þar sem metnaður, fagmennska og gleði fara saman.
Ef þetta er eitthvað fyrir þig, sendu okkur umsókn og taktu næsta skref á ferli þínum með Avis!
Helstu verkefni og ábyrgð
- Upplýsingagjöf og ráðgjöf um bílaleigu til skemmri og lengri tíma.
- Símsvörun og svörun fyrirspurna viðskiptavina í gegnum tölvupóst.
- Aðstoð við viðskiptavini með lausnamiðaða og jákvæða nálgun.
- Dagleg þjónusta og samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini.
- Ýmis tilfallandi verkefni sem tengjast starfsemi þjónustuversins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Býr yfir framúrskarandi þjónustulund og jákvæðu viðmóti.
- Er stundvís, skipulagður og með sjálfstæð vinnubrögð.
- Framúrskarandi ensku- og íslensku kunnátta skilyrði, í töluðu og -rituðu máli
- Stundvísi
- B - ökuréttindi í gildi
- Sjálfstæði, frumkvæði, samskipta- og samstarfshæfni, jákvæðni og sveigjanleiki
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Vinnur vel í hóp sem og sjálfstætt
- Hæfni til að greina stöðu mála og koma með tillögur að lausnum
- Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur1. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Holtagarðar, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiFrumkvæðiJákvæðniSamskipti með tölvupóstiSjálfstæð vinnubrögðSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Ráðgjafi í kjara- og réttindamálum
Sameyki

Starfsmaður á smurstöð - Einhella Hafnarfirði
Klettur - sala og þjónusta ehf

Breakfast kitchen & service employee
Hótel Holt

Almenn umsókn
Tandur hf.

Móttökuritari óskast til starfa
Læknastöðin Orkuhúsinu

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu
Casalísa

Skrifstofustarf
Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Receptionist at SPA
Hótel Keflavík - Diamond Suites - Diamond Lounge - KEF Restaurant - KEF SPA & Fitness

Ritari
Ráðgjafar- og greiningarstöð

Part Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Full Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Sala & Vöruþróun í Norðurlöndunum
Luxury Adventures