Casalísa
Casalísa
Casalísa

Sölu- og þjónustufulltrúi á skrifstofu

Hjá Casalísa sérhæfum við okkur í að umbreyta rýmum með háklassa, sérsniðnum gardínum. Markmið okkar er að bjóða upp á óaðfinnanlega og ánægjulega þjónustu. Við leitum að áhugasömum og skipulögðum þjónustu- og sölufulltrúa til að ganga til liðs við okkur og hjálpa til við að veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini okkar.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið felst í:

  • Að taka á móti fyrirspurnum viðskiptavina í tölvupósti og síma.
  • Skipuleggja uppsetningar og sjá til þess að allt gangi upp samkvæmt tímaáætlun.
  • Fylgjast með pöntunum og tryggja að viðskiptavinir fái réttar og tímanlegar upplýsingar.
  • Aðstoða við sölu í verslun yfir álagstíma.

Við vinnum saman:

  • Þú verður hluti af samstilltu teymi sem vinnur þétta saman - allt frá mælingum til framleiðslu og uppsetningar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla: Þú hefur unnið við þjónustu, sölu eða smásölu áður. Áhugi á innanhúshönnun er kostur.
  • Samskiptahæfni: Þú ert góð/góður í mannlegum samskiptum, bæði í tölvupósti og síma og getur svarað fyrirspurnum af fagmennsku og  með hlýju.
  • Söluhæfileikar: Þú hefur auga fyrir því hvað viðskiptavinurinn þarf og kannt að mæla með lausnum sem henta honum.
  • Skipulag: Þú ert skipulögð/skipulagður og hefur hæfni til að halda utan um verkefni með nákvæmni og yfirsýn.
  • Teymisandi: Þú ert jákvæð/ur og lausnamiðuð/aður og hefur gaman að því að vinna með öðrum að sameiginlegu markmiði. 
Fríðindi í starfi

Kemur fram í viðtali.

Auglýsing birt7. október 2025
Umsóknarfrestur31. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Síðumúli 33, 108 Reykjavík
Faxafen 14, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar