Sameyki
Sameyki
Sameyki

Ráðgjafi í kjara- og réttindamálum

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu leitar að ráðgjafa til að sinna kjara- og réttindamálum á skrifstofu félagsins í tímabundið starf til eins árs. Starfið er fjölbreytt og reynir á frumkvæði og sjálfstæði.

Félagsfólk Sameykis býr við síbreytilegt vinnuumhverfi þar sem ágreiningur getur komið upp í tengslum við réttindi þess. Ráðgjafi í kjaramálum er í framlínu og hefur það hlutverk að sinna þjónustu við félagsfólk Sameykis vegna kjara- og réttindamála.

Ráðgjafi starfar í öflugu teymi í kjaramálum sem deilir á milli sín verkefnum eða eftir atvikum leysir þau í sameiningu. Hjá Sameyki starfar samhentur hópur starfsfólks sem er tilbúið til að aðstoða og leysa verkefni þvert á deildir.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Símsvörun, svörun fyrirspurna og móttaka félagsfólks
  • Úrlausn kjara- og/eða réttindamála fyrir einstaklinga
  • Upplýsingagjöf um kjarasamningtengd réttindamál
  • Ráðgjöf og upplýsingar til félagsfólks
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af ráðgjöf æskileg
  • Þekking á á kjara- og réttindamálum æskileg
  • Þekking á starfsemi opinberra stofnana æskileg
  • Góð tölvukunnátta og góð þekking á Excel
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt8. október 2025
Umsóknarfrestur20. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Grettisgata 89, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar