

Umsjónakennari á unglingastigi
Kerhólsskóli auglýsir eftirfarandi stöðu skólaárið 2025-2026.
Í skólanum eru rúmlega 90 nemendur frá eins árs og upp í 10. bekk.
Í Kerhólsskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu og útinám. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði „Uppeldi til ábyrgðar“. Leitað er eftir sjálfstæðu og drífandi fólki með mikla þekkingu og áhuga á skólastarfi.
Umsjónakennari á unglingastigi, 100% staða.
· Leyfisbréf til kennslu.
· Frumkvæði og hæfni til að skipuleggja nám í fjölbreyttum nemendahópi þar sem allir fá að njóta sín á eigin forsendum.
· Mjög góð hæfni í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.
· Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
· Þekking á Uppeldi til ábyrgðar.
· Þekking og reynsla af útinámi.
· Góð íslenskukunnátta.












