
Garðabær
Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.
Starfsemi bæjarins býður upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Sjálandsskóli óskar eftir umsjónarkennara á yngsta stig
Sjálandsskóli óskar eftir að ráða umsjónarkennara á yngsta stig í fullt starf frá 1. ágúst 2025.
Sjálandsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk og er staðsettur í Garðabæ og í skólanum eru 270 nemendur. Í Sjálandsskóla ríkir góður starfsandi þar sem allir starfsmenn vinna saman að því að byggja upp fjölbreytt og skapandi skólastarf. Aðstaða starfsfólks og nemenda er til fyrirmyndar. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu og samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipulag náms og kennslu nemenda á yngsta stigi
- Sinnir kennslu og hefur umsjón með nemendum
- Vinnur að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsfólki
- Stuðlar að velferð nemenda og samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Teymisvinna
- Foreldrasamskipti og samvinna heimilis og skóla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
- Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Faglegur metnaður
- Áhugi á skólaþróun
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði á stigi C-1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Góð tölvukunnátta
- Reynsla af starfi í grunnskóla og/eða starfi með börnum er æskileg
Auglýsing birt7. maí 2025
Umsóknarfrestur21. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiKennariMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Íþróttakennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Grunnskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir kennurum
Borgarbyggð

Umsjónarkennari í Krikaskóla
Krikaskóli

Leikskólakennarar óskast í Vallarsel Akranesi
Leikskólinn Vallarsel

Deildarstjóri á yngri deild
Kópasteinn

Leikskólakennari óskast í Heilsuleikskólann Fífusali
Fífusalir

Aðstoðarleikskólastjóri í Heilsuleikskólann Fífusali
Fífusalir

Sérkennari - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennari í mið- og unglingadeild fyrir næsta skólaár - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennsla í hönnun og smíði í Setbergsskóla - afleysing til áramóta
Hafnarfjarðarbær

Kennari í námsveri - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær

Heimilisfræðikennari - Öldutúnsskóli
Hafnarfjarðarbær