

Grunnskólakennari í Árneshreppi á Ströndum
Finnbogastaðaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í fullt starf.
Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi á Ströndum var opnaður á ný í fyrra haust. Þar eru eins og er tveir nemendur.
Skólinn er rekinn sem skólasel frá Drangsnesskóla þar sem skólastjóri er og náin samvinna á milli skólanna tveggja.
Leitað er að lausnamiðuðum kennara sem er tilbúinn að taka þátt í metnaðarfullu skólastarfi.
Við hlökkum til að taka á móti þér og þinni fjölskyldu hér í Árneshreppi.
Húsnæði fylgir starfinu.
Staðan er laus frá ágúst 2025 eða samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt samningi KÍ.
Umsóknum skal fylgja greinargott yfirlit yfir nám og fyrrverandi störf, leyfisbréf til kennslu, ábendingar um meðmælendur sem og almennar upplýsingar um viðkomandi.
Nánari upplýsingar um skólann veita: Bjarnheiður Júlía Fossdal, formaður skólanefndar í síma: 690 7320 eða á netfanginu : [email protected] og Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í síma: 4514001 eða á netfanginu : [email protected].
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2025.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Frekari upplýsingar um bæði starfið og Árneshrepp má finna hér : https://s.craft.me/LajAooB4Ysthjk
- Annast kennslu samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda og að leggja áherslu á kennsluaðferðir sem skila árangri.
- Hefur hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýnir hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
- Starfar með skólastjóra og kennurum á Drangsnesi og er í virkum samskiptum við þau.
- Tekur þátt í skólaþróun í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og Drangsnesskóla.
- Önnur afmörkuð verkefni innan skólans.
- Leyfisbréf kennara.
- Þekking og reynsla af teymiskennslu er kostur.
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði er kostur.
- Hæfni til að eiga í samskiptum og samstarfi með foreldrum.
- Ábyrgð í starfi og góðir skipulagshæfileikar.
- Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum.
- Góð íslenskukunnátta.
- Húsnæði fylgir.












