Leikskólinn Nóaborg
Leikskólinn Nóaborg

Deildarstjóri óskast í leikskólann Nóaborg, Stangarholti 11

Leikskólinn Nóaborg, Stangarholti 11, óskar eftir að ráða deildarstjóra í fullt starf. Um er að ræða deildarstjórastöður á tveimur deildum. Annars vegar er það önnur deild yngri barna en þar eru 16 börn og hins vegar önnur deild eldri barna en þar er 21 barn.

Nóaborg er fjögurra deilda leikskóli og þar dvelja að jafnaði 74 börn. Í leikskólanum eru tvær eldri deildir með 21 barni á hvorri deild og svo tvær yngri deildir með 16 börnum á hvorri deild. Mikil endurnýjun á húsnæði leikskólans hefur átt sér stað á undanförnum árum og er vinnuaðstaða góð.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.:
  • Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni.
  • Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar.
  • Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá.
  • Að bera ábyrgð á foreldrasamstarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Góð íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt samevrópska matskvarðanum.
Fríðindi í starfi
  • Sundkort
  • Menningarkort og bókasafnskort
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
  • Frítt fæði
  • Forgangur að leikskólaplássi fyrir starfsmannabörn
Auglýsing birt12. maí 2025
Umsóknarfrestur24. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Stangarholt 11, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar