
Leikskólinn Hulduberg
Leikskólinn Hulduberg hefur verið starfræktur frá 2. nóvember 1999. Deildirnar eru 6 talsins og heita Álfaberg, Flikruberg, Móberg, Silfurberg, Stuðlaberg og Tröllaberg.
Stefna leikskólans er að veita hverju barni umhyggju, stuðning og öryggi í gegnum þroskandi og heilsueflandi umhverfi.
Markmiðin okkar eru:
Barnið er alltaf í brennidepli.
Skapa umhverfi sem eflir alhliða þroska barnsins.
Nám barnsins fer fram í gegnum leikinn.
Hafa málhvetjandi umhverfi, til að stuðla að eðlilegri færni í íslensku.
Leikskólinn sé heilsueflandi.
Á leikskólanum ríkir jákvæðni, umhyggja, virðing og framsækni.
Börnin öðlast festu og öryggi í leikskólanum.
Allt starf leikskólans sé í nánu samstarfi við foreldra.
Foreldrar séu okkar samstarfsaðilar í umönnun barnanna og við veitum þeim stuðning í foreldrahlutverkinu.

Leikskólastjóri óskast í leikskólann Hulduberg
Leikskólastjóri óskast í leikskólann Hulduberg
Mosfellsbær óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra leikskólans Huldubergs. Leitað er að lausnamiðuðum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á vellíðan og farsæld barna, framsækinni skólaþróun og framúrskarandi leikskólastarfi.
Hulduberg er heilsueflandi leikskóli þar sem gert er ráð fyrir um 100 börnum á aldrinum 1-3 ára og tekur starfsemin mið af menntastefnu Mosfellsbæjar, Heimurinn er okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, þjónustu og starfsemi skólans
- Fagleg forysta á sviði kennslu og skólaþróunar
- Ábyrgð á mannauðsmálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
- Að leikskólinn starfi samkvæmt viðeigandi lögum og reglugerðum, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins
- Virkt og gott samstarf við alla aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla á leikskólastigi
- Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða önnur framhaldsmenntum sem nýtist í starfi er æskileg
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg
- Reynsla af faglegri forystu og þróun í leikskólastarfi
- Sjálfstæði í störfum, ríkt frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og jákvætt viðmót
- Færni til að leita nýrra leiða í leikskólastarfi og leiða framsækna skólaþróun
- Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun er æskileg
- Framúrskarandi lipurð, hæfni og virðing í samskiptum ásamt góðu orðspori
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Sundkort
- Afsláttur til starfsfólks af vistunargjöldum í leikskóla
36 stunda vinnuviku er náð með 38 stunda vinnuframlagi vikulega. Starfsfólk safnar því tveimur stundum vikulega sem nýttir eru sem frí á skráningardögum leikskóla Mosfellsbæjar.
Auglýsing birt13. maí 2025
Umsóknarfrestur26. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lækjarhlíð 3, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Þroskaþjálfi eða einstaklingur með sambærilega menntun
Víkurskóli

Umsjónarkennari á yngsta stigi/miðstigi
Víkurskóli

Kennari – ýmis fög
Víkurskóli

Stærðfræðikennari óskast skólaárið 2025-2026
Árbæjarskóli

Kennarar í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Leikskólinn Naustatjörn: Leikskólakennari
Akureyri

Skýjaborg auglýsir eftir leikskólakennara til starfa
Leikskólinn Skýjaborg

Grunnskólakennari - Hólabrekkuskóli
Hólabrekkuskóli

Kennari í stoðþjónustu Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Krílakot í Dalvíkurbyggð auglýsir eftir leikskólakennara
Leikskólinn Krílakot

Laus staða deildarstjóra í Urðarhóli
Urðarhóll

Umsjónarkennari í 1. bekk í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness