Víkurskóli
Víkurskóli

Þroskaþjálfi eða einstaklingur með sambærilega menntun

Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir því að efla og styðja nemendur með sérþarfir. Starfið felur í sér einstaklingsmiðaða þjálfun, stuðning og teymisvinnu með starfsfólki skólans og foreldrum. Þú verður mikilvægur þátttakandi í því að tryggja velferð og framgang hvers nemanda. Um fullt starf er að ræða.

Um Víkurskóla

Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf kennara og annarra starfsmanna um fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar, Uppeldis til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+.


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Utanumhald með þjálfun, skráningu og endurmati nemenda
  • Vinna við einstaklingsnámskrár og námsmat
  • Samstarf við fagaðila innan sem utan skólans og foreldra/forráðamenn
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. þroskaþjálfa- eða atferlisþjálfunarmenntun, kennaramenntun eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í starfi
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

Við bjóðum upp á:

  • Aðstoð við flutning og öflun húsnæðis fyrir fagfólk
  • Mjög góðan starfsanda og liðsheild
  • Fjölbreytt og öflugt skólastarf

Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk. Staðan eru laus frá 1. ágúst 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör eru samkvæmt samningi LN og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 4871242 / 7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.is

Auglýsing birt14. maí 2025
Umsóknarfrestur1. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Mánabraut 3, 870 Vík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar