
Reykjanesbær
Reykjanesbær er fjölskylduvænn bær sem þroskar og nærir hæfileika allra í gegnum öflugt skóla-, íþrótta-, og menningarstarf. Íbúar sinna fjölbreyttum störfum í vistvænu fjölmenningarsamfélagi sem einkennist af framsækni, eldmóði og virðingu.
Reykjanesbær hefur að markmiði að hafa ávallt á að skipa hæfum og
ánægðum starfsmönnum sem geta sýnt frumkvæði í störfum sínum og veitt bæjarbúum framúrskarandi þjónustu. Það er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda sveitarfélagsins að veita bæjarbúum sem allra besta þjónustu og sú samvinna byggir á gagnkvæmu trausti og virðingu fyrir ólíkum
sjónarmiðum.

Myllubakkaskóli- Umsjónarkennari á unglingastigi
Starfssvið: Umsjónarkennsla á unglingastigi.
Myllubakkaskóli leitar að metnaðarfullum og áhugasömum kennara með þekkingu og reynslu af skólastarfi.
Í Myllubakkaskóla eru um 350 nemendur og 70 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru: Virðing - Ábyrgð - Jafnrétti – Árangur. Í skólanum er meðal annars lögð áhersla á jöfn tækifæri til náms, heilbrigði, vellíðan og metnað í því sem við tökum okkur fyrir hendur.
Ráðning er frá 1. ágúst 2025. Um er að ræða 100% starf og laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna FG.
Gildi Reykjanesbæjar eru virðing, eldmóður og framsækni og mikilvægt er að viðkomandi endurspegli þau gildi í sínum störfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla í stærðfræði
- Umsjón með nemendum og foreldrasamstarf ásamt faglegri vinnu í skóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Reynsla af kennslu í grunnskóla.
- Góð íslenskukunnátta.
- Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
- Faglegur metnaður og ánægja af starfi með börnum.
- Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni.
- Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.
- Jákvæðni gagnvart skólaþróun.
Hlunnindi
- Bókasafnskort.
- Gjaldfrjáls aðgangur að menningarhúsum.
- Gjaldfrjáls aðgangur í sund.
- Gjaldfrjáls aðgangur í strætó.
Auglýsing birt4. júní 2025
Umsóknarfrestur18. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sólvallagata 6A, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniKennariKennslaMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagTeymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Kennari óskast í leikskólann Nóaborg - 36 stunda vinnuvika
Leikskólinn Nóaborg

Síðuskóli: Kennari með verkefnastjórn ÍSAT
Akureyri

Stapaskóli - Umsjónarkennari á miðstig
Reykjanesbær

Krakkakot leitar að viðbót við flottan starfsmannahóp
Garðabær

Myllubakkaskóli- List- og verkgreinakennari
Reykjanesbær

Finnbogastaðaskóli í Árneshreppi á Ströndum - Skólastjóri og grunnskólakennari
Árneshreppur

Tónlistarkennari/kórstjóri á Hólmavík
Sveitarfélagið Strandabyggð

Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Umsjónarkennari í 3. og 6. bekk
Fellaskóli

Óskum eftir kennara fyrir skólaárið 2025-2026
Grunnskóli Snæfellsbæjar

Heimilisfræðikennari - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær