Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness
Barnaskóli Kársness

Umsjónarkennari í 1. bekk í Barnaskóla Kársness

Barnaskóli Kársness er nýr skóli sem mun hýsa fjögurra deilda leikskóla og yngsta stig grunnskóla ásamt frístund. Unnið er að uppbyggingu skólans og mun byggingin verða öll hin glæsilegasta sem skapar spennandi tækifæri í skólastarfi fyrir um 60-80 leikskólabörn og um 300 nemendur í 1.-4. bekk.

Við leitum að metnaðarfullum og skapandi kennara til að sinna umsjónarkennslu í 1. bekk. Um spennandi starf er að ræða fyrir einstakling sem vill taka þátt í uppbyggingu og mótun skólastarfs í nýjum skóla, börnum til heilla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn kennsla og umsjón í 1. bekk
  • Taka þátt í uppbyggingu og mótun skólastarfsins
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans
  • Vinna að því að skapa góðan skólabrag
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
  • Sérhæfing í kennlu yngri barna æskileg
  • Þekking á kennsluaðferðum Byjendalæsis æskileg
  • Þekking og reynsla á teymiskennslu æskileg
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði
  • Þarf að vera tilbúinn að vinna samkvæmt stefnu skólans
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang í sundlaugar bæjarins

Styttri vinnuvika

Auglýsing birt14. maí 2025
Umsóknarfrestur28. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skólagerði 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar